Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 28
Níimda þing Farmanna- og fiskimanna-
sambands Islands.
Níunda þing F. F. í. S. var haldið í Reykjavík dagana
9. —20. okt. 1945. Fulltrúar voru mættir víðs vegar af
landinu. Sátu þingið alls 28 fulltrúar frá 12 félögum.
Þrjú sambandsfélög gátu ekki sent fulltrúa að þessu
sinni vegna samgönguerfiðleika.
Mörg mál lágu fyrir þinginu að þessu sinni, bæði
sérmál sambandsins og alþjóðarmálefni. Dagskrá þings-
ins var á þessa leið:
1. Reglugerð Stýrimannaskólans (Um inntökuskil-
yrði).
2. Um skyldur lögreglustjóra við skráningu á skipurn.
3. Kaup- og kjarasamningar sambandsfélaganna.
4. Frumvarp til iaga um eftirlit með skipum og ör-
yggi þeirra.
5. Hagnýting sjávarafurða og vöruvöndun.
fi. Fiskirannsóknir.
7. Fiskimálanefnd.
8. Svíþjóðarsamningarnir.
9. Friðun Faxaflóa.
10. Sameiginlegur borgararét.tur á Norðurlöndum.
(Mótmæli).
11. Lög F.F.S.Í. og vélstjórafélagsins.
12. Baujur og sjómerki.
13. Tillögur um aflaleysis- og hlutajöfnunarsjóð.
14. Akvæði um hirðingu skipa og skyldur skipshafna
og útgerðarmanna.
15. Nám matsveina og þjóna á skipum.
16. Lög um loftskeytaskóla.
17. Umræður um nýsköpunarmálin og afstöðuna til
ríkisstjórnarinnar.
18. Samræming kaups og lækkun dýrtíðar.
19. Hlustunarstöðvar og radíóþjónusta.
20. ísfiskflutningurinn og framkvæmd samningsins við
Breta.
21. Samningar við Alþýðusamband Islands.
22. Hreinlætistæki við S. R. (Síldarverksmiðjur rík-
isins).
í mörgum þessara mála voru samþykktar tillögur.
Munu tillögur þingsins birtast í næsta blaði.
Á þinginu fór fram kosning sambandsstjómar. Þessir
hlutu kosningu:
Forseti, Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri.
Varaforseti, Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
Ritari, Henry Hálfdánarson, loftskeytamaður.
Aðrir stjórnarmeðlimir:
Lúther Grímsson, mótorvélstjóri.
Guðbjartur Ólafsson, hafnsögumaður.
Konráð Gíslason, áttavitasmiður.
Grímur Þorkelsson, stýrimaður.
Verðbólgan hefir minnkað fiskimannahlutinn
í samanburði við kaup og atvinnutekjur í landi,
og framfærslukostnað. Fiskimönnum í landinu
fækkaði á árunum 1942—44. Það er vandamál
að fá fiskimenn á fiskiflotann eins og hann er
nú og mikil aukning stendur fyrir dyrum. Æfin-
týralöngun og manndómur ungu mannanna í
sjávarþorpunum, þeirra, sem mest er manntak í,
hvetja þá út á sjóinn, en hinsvegar dylst þeim
ekki, að þeir bera oft meira úr býtum, miðað við
fyrirhöfn, ef þeir vinna í landi.
Útgerðin þarf að aukast, fiskimönnum að
fjölga og þeir þurfa að eiga von góðrar afkomu,
— betri afkomu en hægt er að búast við með
því að vinna áhættuminni, auðveldari og reglu-
bundnari störf.
Verðbólgan hefði aldrei átt að fá að skapa
þetta ástand. En það er komið, sem komið er,
og úr því er að ráða. Ráðstafanir, til þess að
draga úr verðbólgunni, þola enga bið, ef ekki á
að eiga það á hættu, að sjávarútvegurinn sitji
óðar en varir fastur í dýpra skuldafeni en menn
hafa áður þekkt. Það er of seint að gera ráð-
stafanir til þess að skapa jafnvægi, eftir að
verðfallið er búið að standa lengi, eða menn
hafa reynt, þó ekki sé nema eina aflatregðuver-
tíð. Það, sem gerðist í sumar á síldveiðunum
sýnir þetta glöggt.
Ráðstafanir vegna verðbólgu þola heldur ekki
bið, blátt áfram vegna þess, að það er ekkert
vit í að halda verðbólgunni við á meðan menn
eru að leggja stórfé í ný atvinnutæki, sem á
að reka framvegis.
Ráðstafanir þær, sem gera þarf gegn verð-
bólgunni, m. a. til þess að sjávarútvegurinn fái
notið sín, eru ekki nauðsynlegar eingöngu vegna
sjávarútvegsins. Menn ættu ekki að ímynda
‘sér, að landsmenn geti lengi lifað eins og blómi
í eggi eftir að útvegsmenn væri komnir á kaf í
skuldir og fiskimenn flæmdir í land af bátum
og skipum. Þessar ráðstafanir eru þjóðarnauð-
syn og þess vegna eiga þær að gerast þannig, að
allir leggi þar nokkuð til.
Það er engin ástæða til þess að vera svart-
sýnn um framtíð íslenzks sjávarútvegs, en það
er nauðsynlegt að horfast í augu við þau vand-
kvæði, sem við er að fást.
Þau eru talsverð og á næstunni mun þurfa
að halda vel á málum, ef íslenzkur sjávarútveg-
ur á að njóta sín til fulls og verða eftirsóknar-
vert hlutskipti röskum mönnum.
Eysteinn Jónsson.
VÍKINGUli
298