Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 19
einnig í næstu framtíð, að spá mjög langt fram í tímann. Það má segja, að höfuðatvinnuvegur okkar íslendinga sé sjávarútvegur. Áður var landbún- aður aðalatvinuvegur okkar, en á síðustu ára- tugum hefir þetta breytzt, einkum eftir að véla- aflið var tekið í þjónustu útvegsins og þó mest eftir að togararnir komu til sögunnar. Má segja, að togararnir hafi gjörbreytt lífsafkomu þjóð- arinnar. Þeir eru nú hin stórvirkustu tæki, sem notuð eru til að afla fiskjar hvar sem er á hnett- inum. Það má vel vera að þeir séu líka þau tæk- in, sem hjálpa mest og bezt tii þess að fiski- stofninn gangi til þurrðar fyrr en ella hefði orð- ið. En það sannar aftur ekki það, að við íslend- ingar hefðum aldrei átt að byrja togveiðar hér. Útlendingar voru löngu á undan okkur byrjaðir að veiða hér við land í botnvörpu, og má ef til vill segja, að þeir hafi of lengi setið einir að krásinni. Iiinsvegar hljóta allir að taka tillit til aðvarana, sem komið hafa frá mætum mönnum, sem varað hafa við hinum mikla ágangi á fiski- mið okkar og talið að fiskistofninn gangi til þurrðar. Þetta er mikilsvert atriði, sem engin fiskiþjóð má skella skolleyrum við. En hvað stoðar það okkur hér á íslandi að draga saman seglin og t.d. vinna markvisst að því að fækka togurunum hér heima, ef svo aftur liinar stóru fiskveiðaþjóðir, eins og t.d. Bretar, Norðmenn, Þjóðverjar og fl. halda áfram uppteknum hætti eins og fyrir stríð að fjölga skipunum árlega og stækka þau, til að geta mokað sem mest upp úr nægtabrunni Ægis hér í Norðurhöfum. Nei, til þess að fiskistofninn ekki gangi til þurrðar, verða allar helztu fiskveiðiþjóðir að vinna sam- an eftir ákveðnum reglum, og hafa þar á liina fyllstu alþjóðasamvinnu. Allt annað er út í blá- inn. Við það samningaborð ættum við Islend- ingar að standa mörgum öðrum þjóðum betur að vígi, þar sem við búum sjálfir við ein hin beztu fiskimið heimsins og getum líka sannað að lífsafkoma þjóðar okkar er tengd órofabönd- um við fiskimiðin okkar. Við þurfum látlaust, utan lands sem innan, að hamra á því, að fyrst og fremst séu miðin okkar, jafnframt því sem gera verður á alþjóða vettvangi hinar ákveðn- ustu kröfur um að færa út landhelgislínu okk- ar, og þá líka að friða vissa flóa hér við land algerlega fyrir öllum togveiðum. En sjálfir meg- um við þá eklci ganga á undan með vondu eftir- dæmi eins og við gerum nú, þar sem við lög- verndum dragnótina og leyfum að vissan tíma árs sé skafnir allir firðir og flóar alveg gengdar- laust í stað þess að banna dragnótaveiði innan landhelgi alveg eins og togveiðarnar. Við getum ekki krafizt útfærslu landhelgislínunnar né lok- unar ákveðinna svæða, meðan við sjálfir fremj- um verknað, sem er lítið betri en sá, sem við viljum banna öðrum. Það er alltaf bezt að sá, sem vill koma fram kröfum sínum, gangi á und- an með góðu eftirdæmi; það skyldum við og gera í þessu tilliti. Ég veit, að bann við drag- nótaveiði í landhelgi kemur illa við nokkra ein- staklinga, en við því er ekkert að segja, þegar alþjóðarheill krefst þess. Óskar Jónsson. Árið 1927 áttum við um 50 togara, sem stund- uðu veiðar hér við land. Nú er þessi tala komin niður í um 30. Á sama tíma hefir fólki fjölgað gífurlega við sjávarsíðuna, þannig að ef togara- fjöldinn ætti að vera eins og. þetta umgetna ár nú, miðað við fólksfjölda við sjávarsíðuna, þá ætti tala togaranna að nálgast töluna 90, en tog- arar eru eins og áður segir aðeins um 30. Og það versta er þó að svo að segja öll þessi skip eru gömul og úr sér gengin og svara ekki þeim kröfum, sem ábyggilega verða gerðar til slíkra skipa nú næstu árin. Má af þessu sjá, hversu okkur er það afar áríðandi að geta semallrafyrst endurnýjað togaraflotann. Væri að mínum dómi engin goðgá þó að við settum okkur það tak- mark að fjölga togurunum um 70—80, og væru það allt ný skip. Þyrfti sú aukning að fara fram á næstu 5 árum. Tel ég að þeir, sem hafa yfir- stjórn þessara mála, megi ekkert láta undir höf- uð leggjast, sem orðið gæti þesari hugmynd til framdráttar. Um það skal ekki dæmt hér hvaða gerð er heppilegust, til þess brestur mig næga þekkingu. Komið gæti til mála að hafa þessi væntanlegu nýju skip af fleiri en einni stærð. Talað hefir verið um 500—600 smálesta skip eingöngu, en vel skyldi það athugað áður en bygging er hafin á mörgum togurum fyrir ís- lendinga. Ég veit, að mörgum, sem þetta les, 'finnst þessi togarafjöldi mikill, en þegar þess er gætt, að gömlu skipin ganga nú fljótt úr sér l'ÍKINGUR 289

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.