Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 13
brestir, og innan stundar voru sjóirnir búnir að láta gi'eipar sópa um allt, sem losað varð, á vindborða. Ég segi fyrir mig, að ég hef aldrei áður siglt í þvílíkum sjógangi. Ég miðaði Skaga- vitann einmitt í S. til A. nálægt fimm mílur frá landi, og Hans og Sören sátu hjá mér aftur á, en Jens Tani lá niðri í káetu, því að aumingja drengurinn var mi sárþjáður af sjóveiki. Svo kemur brotsjór _g brotnar fyrir aftan okkur. Niður með stýrið! þrumar Sören. Og ég legg líka stýrið harkalega í borð, en sjórinn var þeg- ar kominn yfir okkur. Hann feykti káetukapp- anum, eins og hatti af höfði manns, og við heyrðum sjóinn steypast niður í káetuna. Jens skauzt upp eins og tappi úr flösku. Hann gleymdi algerlega sjóveikinni, og hann hróp- aði, að skútan væri að sökkva. Það gerði hún nú reyndar ekki í það skiptið. Við fengum bjargað káetukappanum, sem skol- azt hafði í hlé, og settum hann aftur á sinn stað. Og svo hömuðumst við á dælunum. Þessi dæling er í rauninni ekki svo vitlaus, þegar í harðbakka slær. Hún hlýjar manni á fingrunum og hressir upp á skapið. Nálægt miðnætti sáum við í myrkrinu segl- skip, sem fór rétt fyrir aftan okkur. Við blés- um í lúður til þess að gera þeim viðvart, en við heyrðum ekkert svar. Það skreið svo þétt framhjá okkur, að við gátum greint skrokk og reiða og sáum, að það var skonnorta. Já, hún fór svo fast við okkur, að það var hreinasta guðsmildi, að hún skyldi ekki sigla okkur í kaf. Um leið og hún straukst framhjá okkur í ör- lagadansi myrkurs og rokviðris, höfum við allir saman á litlu, veikbyggðu skútunni oklcar vafa- laust hugsað það sama: nefnilega, að ekkert hefði verið okkur auðveldara en að stökkva upp í ókunna seglskipið. Við vissum allir, að það gat ekki beðið okkar neitt sérlega gott, þar sem við vorum komnir, en við vissum líka, að okkur hafði verið trúað fyrir skútunni, og að við höfðum lagt við drengskap okkar. Sjómaðurinn má hvorki ganga á heit sitt né af skútunni, á meðan nokkur tök eru á að halda hvorutveggja. Við tókum aftur til óspillti’a málanna við dæluna, og skútan var nærri þurr, þegar ég fékk Ilans Lárussyni stýrið og fór sjálfur ásamt Sören niður til þess að kveikja mér í pípu og aðgæta, hvort þar fyndist nokkuð hjartastyrkj- andi til þess að hlýja okkur á. Jens var aftur lagstur fyrir niðri og barðist við sjósóttina. Um leið og við hurfum niður, sagði Ilans þar sem hann stóð við stýrið: „Það gæti verið gaman að vita, hvað klukkan er orðin. Nóttin er löng og dimm; það er líkast því sem hún ætli aldrei að taak enda!“ Það voru síðustu orðin, sem við heyrðum til hans. Þegar við vorum komnir niður, stóð ég gleitt á gólfinu og tróð í pípuna mína. Jens lá á kistu- bekknum, og Sören settist hjá honum og reif eina eldspýtu af; ég held, hann segði, það væri sú seinasta. „Hvernig líður þér, Jens minn?“ spurði ég og teygði mig eftir eldspýtunni. Ég man ekki, hverju hann svaraði. Ég veit það eitt, að ég kveikti ekki í pípunni minni í það sinnið. í sama bili og lifna tók á eldspýt- unni, og við gátum séð hver framan í annan, heyrðum við bi’otsjóarhljóð að ofan. „Ef hún stenzt þennan, þá stenzt hún fleiri!“ sagði ég; því að það var einhver ógurlegasti brotsjór, sem ég minnist að hafa nokkru sinni heyrt. Og í sömu andrá slokknaði á eldspýtunni, og við steyptumst allir í myrkur og vatn, með höf- uðin niður og fæturna upp í loftið. Sören tók fyrstur til máls eftir þetta: „Skútan er komin á hvolf; nú erum við kvik- settir!“ Þegar við komum aftur undir okkur fótun- um, náði vatnið okkur í geirvörtur. Ég spurði hvar Jens væri, en hann anzaði ekki. Ég beygði mig niður og þreifaði fyrir mér í vatninu, og þá fann ég, að hann hafði gripið dauðahaldi í káetuskápinn. Nú stóðum við þannig andartak, og einn okk- ar bað stúf af Faðirvorinu sínu, og annar okk- ar lét einhver orð falla um ástvinina heima, og ég fyrir mitt leyti sá ekki fram á annað en að nú mundum við drukkna. En Sören í Kaplaborg flaug í hug, að það hlyti að vera hleri á káetugólfinu, eins og ger- ist á flestum svona skútum. Hann þreifaði því fyrir sér og fann líka kjallarahlerann, sem áð- ur hafði verið undir fótum okkar en var nú yfir höfðinu á okkur. „Bara að ég fyndi nú eitthvað til að brjóta hann upp með!“ sagið hann. Ég studdi hann, og hann kafaði til botns í vatninu og fann eftir langa mæðu trébút með íreknum flein. Svo tókst honum að brjóta upp hlerann, og nú fannst oklcur líðanin strax betri. Við snerum okkur fyrst að Jens, sem gripið hafði dauðahaldi í skápinn og var ýmist ofan á eða undir honum og kominn að drukknun. Við heyrðum hvernig hann buslaði í vatninu, og með hjálp maurildanna í söltum sjónum, grillt- um við í hann annað veifið. Sören kallaði til hans, að hann skyldi sleppa og taka rögg á sig, og þegar það stoðaði ekki, og hann í umkomu- leysi sínu og volæði hélt áfram að halda sér i skápinn, danglaði Sören duglega í handleggina og fæturna á honum og lét þau orð falla um leið, að það væri nóg, að Hans væri farinn þarna uppi á þilfarinu, nú skyldi hann, Jens, ekki far- VtKINGUR 283
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.