Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 60
Landsýn. af ekki að hætta sér til sjóferða. Eins og oftar, einn góðan veðurdag, komu lóðsar snemma um borð, en sama og vant var úrráðið, og lóðsar sneru heim aftur. Ugglaus um, að ekki yrði af ferðinni þann dag, geng ég upp fyrir stað mér til skemmtunar, en skipherra vissi í hverjum húsum (tveimur) ég var vanur að staðnæmast þá ég í landi var. Um miðdagsleytið geng ég í annað þeirra, gestgjafahús við ströndina, móts við hvert skipið lá, og var þar á millum ei nema fáein fet.'Ég geng þar inn án þess að sjá mig um og drekk þar einn kaffibolla. f því þessu er lokið verður mér litið út um gluggann — burtu var þá Prestur og skútan, en slíkt skip var ekki á allri höfninni að sjá. Bilt varð mér við og til fótanna tók ég, hleyp niður að strönd og fala bát til að elta brikkina. Til allrar lukku var hæg- ur vindur; samt gekk mér tregt að fá fólk og far. Mitt í þessu kemur til lands mikill byrð- ingur, svokallaður síldar- og fragtbátur, fullur af svenskum, hvítklæddum búrum, og svínfullir voru þeir. Einn hinn forgangsmesti ætlar að ná fyrstur landi, tekur undir sig stórt stökk, en í staðinn fyrir að lenda á strætinu, dettur hann á höfuðið í hyldjúpan, kolgrænan sjóinn. Lags- menn hans kraka í hann með árum og stjökum, svo að þeir með skömm kræktu hann upp. Ég varð hálfhræddur og hugsaði manninn dauðan, en í því stendur félagi upp, hristir sig og kveð- ur hástöfum: „Hvár i hundradatusende Skock Djeflar gik dette til?“*) Ég gat ei varið mig hláturs mitt í raunum mínum — og nær því í þessu vetfangi fékk ég menn og bát til að elta Prest minn og hans (svokallaða) prédikunarstól. Hann var nær því kominn úr skerjagarðinum, en að það ekki var skeð, orsakaðist af vindleysu. Ég læddist um borð eins og gaskónarinn hjá Vessel**), borgaði ferjumönnum mínum ómak- ið (með öllum þeim skildingum ég á mér hafði) og þakkaði Prest um kvöldið með allri hógværð forhans store Opmærksomhed (kurteisi). Oft hefi ég eftirþeinkt mínu líklega hjálpar- lausa ástandi, hefði ég peinga-, passa — og alls- laus orðið strandaglópur hjá sænskum í Mar- strand. Kannske ég hefði fengið nóg ævintýri að færa í bóksögu, en hamingjunni sé lof að mig nú vantar efnið í hana. Úr þessu gekk sigling okk- ar stórslysalaust, nema hvað vetrarfrost og snjóar gjörðu hana seinfæra, til Helsingjaeyrar og þaðan til Kaupmannahafnar, hvert vér loks- ins komumst seinast í nóvember, að liðinni frá reisunnar byrjan tólf og hálfri viku eður nær því f jórðung árs. *) „Hvemig í allra ára og andskota nafni atvikaðist þetta?“ **) Vessel, danskt skáid, er orti skopkvæði um sjó- ferð manns frá Gaskónahéraði (Gascogne) í Frakklandiv 330 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.