Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Blaðsíða 4
ALSBÁTURINN
Eftir Kristján Eldjárn
Víkingi þykir mikils um það vert að geta flutt les-
endum sínum ritgerð þá, sem hér fer á eftir. Vœntir
blaðið þess, að sjómönnum muni þykja nokkurs virði
að kynnast gerð elzta skipsins, sem fundist hefur á
Norðurlöndum, ekki sízt þegar svo vel og greinilega er
frá því sagt, sem hér er gert.
Höfundur ritgerðar þessarar, Kristján Eldjárn, forn-
minjafræðingur, er ungur menntamaður, sem mikils
má af vænta. Hefur hann dregizt á það að rita nokkrar
greinar fyrir Víking um skip fornmanna á Norður-
löndum, þar sem lýst væri í höfuðdráttum þróun skipa-
smíða allt frá Alsbátnum og til víkingaskipa á borð við
Orminn langa. Eru lesendur beðnir að fylgjast vel með
greinaflokki þesum. Hann mun verða bæði fróðlegur og
skemmtilegur.
Ritstj.
„Þú foma, danska frægðarleið, ó, fríði sær“,
segir Matthías í þýðingu sinni á konungssöng
Dana eftir skáldið Jóhannes Ewald. Skáldið
segir nú reyndar „dökkbrýnda haf“, en ekki
„fríði sær“, eins og Matthías hefur neyðzt til
vegna rímsins. En sama er. Manni skilzt, að
skáldið er að stæra sig af afrekum þjóðar sinn-
ar á hafsins leiðum, hvort lýsingarorðið sem
notað er, enda eiga sjálfsagt bæði vel við. 0,
jæja, nú á dögum eru Danir víst frægari fyr-
ir alisvínaflesk og Karlsbergsöl en hetjudáðir á
höfum úti. Og samt hefur skáldið mikið til síns
máls. Leiðir hafsins hafa frá alda öðli verið
alfaraleiðir liinna norrænu þjóða, og eyjaland
eins og Danmörk gat jafnvel ekki byggzt, fyrr
en til voru fleytur, sem fært var á yfir sundin.
Og jafnskjótt og þjóðir þessar urðu þess um-
komnar að smíða haffær skip, snéru þær stöfn-
um þeirra til framandi stranda og ógnuðu með
flotum sínum voldugum þjóðlöndum svo mjög,
að þeim hefur aldrei síðan tekizt að gleyma
274 .
þessari gullöld norræns valds né heldur að gera
nokkuð þvílíkt aftur. Þetta var víkingaöldin,
hin mikla landvinningaöld Norðurlandabúa, sem
hófst um 800 e. Kr., þegar þeir eignuðust fyrst
haffærandi skip.
En forfeður vorir höfðu dvalizt langar stund-
ir á Norðurlöndum, þegar hér er komið sögu.
Ef fornfræðingum skjátlast ekki mjög, hafa
hinir fyrstu steinaldarmenn farið að tínast til
Norðurlanda um 10.000 f. Kr. Þegar víkingaöld-
in hefst, hafa norrænar þjóðir verið til í 10—11
þúsund ár, og allan þennan tíma hafa þær átt
báta og skip, verið fiskimenn, farmenn og jafn-
vel sjóræningjar með ströndum fram. Sjórinn
og skipin hafa verið þeirra hálfa líf. í hinum
miklu forngripasöfnum á Norðurlöndum eru
geymdar þúsundir og aftur þúsundir fornminja
frá hinni löngu forsöguöld. En þetta eru nær
eingöngu munir úr óforgengilegum efnum. Tinn-
an, sem steinvopnin eru úr, er óbreytanleg,
bronsið geymist yfirleitt sæmilega í jörðu,
jámið til muna verr, en þó betur en trjáviður.
Það er tilviljun ein og slympilukka, að jarðlög-
in séu þannig í eðli sínu, að þau geti geymt
forna trémuni öldum og árþúsundum saman.
Bátar og skip voru oftast úr tré, og þéss vegna
getum við pælt hina löngu leið gegnum öll stein-
aldarsöfnin og bronaldarsöfnin án þess að finna
aðrar siglingaminjar en í bezta lagi ár eða
þóftu eða þá frumstæðar skipamyndir brons-
aldarmanna. Og við höldum áfram inn í jám-
öldina, sem hefst um 400 f. Kr., og þá loksins,
loksins verður fyrir okkur fyrsta fleyið, sem
aldirnar hafa leift okkur Norðurlandabúum af
hinum mikla, forsögulega flota, Alsbáturinn.
Ilann fannst þar sem heitir Hjortspringmýri á
VtKlNGVR