Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 6
Náttúrufræðingurinn miðhálendisins en minnst fjærst, t.d. á Vestfjörðum. Áfokið er að mestu gjóska sem veðrast hratt og gefur jarðveginum helstu eiginleikana sem allajafna eru einkennandi fyrir jarðveg á eldfjallasvæðum. Segja má að áfokið ásamt grunnvatnsstöðu skýri flesta eiginleika íslensks jarðvegs.3 Efnaveðrun á gjósku við- heldur tiltölulega hlutlausu sýru- stigi og þar með frjósemi landsins, eins og Bjöm Jóhannesson benti á,4 en fjærst gosbeltunum er jarðvegur víða súr og fremur ófrjósamur. Stormar sem þessir em algengir á Sahara-svæðinu, á hásléttum Kína og víðar, en efnið sem þar fýkur hefur áhrif á steindasamsetningu jarðvegs í mikilli fjarlægð frá upp- runastað. Þannig hefur áfok frá sléttum Kína áhrif á jarðveg í Japan. Á þessum svæðum er áfokið fyrst og fremst kvarssandur. Einnig getur orðið gríðarlega mikið uppfok af akuryrkjusvæðum, svo sem í Ástralíu og Bandaríkjunum, og efnið sem fýkur frá slíkum ökrum er mold af margvíslegri gerð. Sem fyrr segir er áfokið hérlendis að mestu gjóska en sums staðar gætir einnig foks á jarðvegsefnum. Gjóskan veðrast margfalt hraðar en kvars og losna þá ýmis næringarefni sem nýtast í hringrás lífsins. Það er verðugt rann- sóknarefni að kartna hvort fok á haf út hafi marktæk áhrif á styrk mikil- vægra efna fyrir lífríki í sjó. Sérstaða íslenskra sandauðna hefur dregið hingað vísindamenn til rannsókna og svæðið norðan Vatna- jökuls og nágrenni Öskju er vett- vangur fyrir margvíslegar rann- sóknir á sandfoki. M.a. nýtast aðstæður á Islandi til að efla skilning á þeim aðstæðum sem ríkja á yfirborði plánetunnar Mars.5,6 GERVIHNETTIR NASA Systurhnettirnir Aqua og Terra (Lögur og Láð) sveima í 705 km hæð yfir jörðu. Þeim var skotið á loft af bandarísku geimferðastofnuninni árið 1999 og 2002. Myndin er fengin úr nema Aqua-hnattarins, sem ber heitið MODIS (Moderate Resolution Imaging Spectrometer). Hnettimir afla viðamikilla upplýsinga um yfirborð og andrúmsloft jarðar, m.a. til að fylgjast með hlýnun loftslags. Gögnum er safnað á 36 mismunandi sviðum rafsegulrófsins (böndum). Hver myndeining er ýmist 250, 500 eða 1000 m á breidd eftir því hvaða bönd em notuð (hver myndrammi er 2330 km á hvom veg). Upplýsing- um er safnað um land, skýjafar, loftraka, loftagnir, hitastig, ósón, sjávaryfirborðið, plöntusvif, haf- strauma o.fl.” Með þessum linöttum má m.a. fylgjast með breytingum er fylgja umsvifum mannsins, út- þenslu borga, breytingum á út- breiðslu skóglendis, notkun áveitu- vatns og einnig er hægt að fylgjast með hamfömm á borð við skógar- elda og eldgos. Gervihnötturinn getur numið svifagnir í andrúms- loftinu vegna uppblásturs, eins og forsíðumyndin ber vitni um, en einnig svifagnir er stafa af mengun. Þá er einnig vert að nefna að gögn sem fengin em með þessum hnött- um eru notuð til þess að gera hnattræn líkön fyrir flæði gróður- húsalofttegunda, en þar er ryk í and- rúmsloftinu einmitt einkar mikil- vægur þáttur. Þakkir Guðrúnu Þ. Gísladóttur (Veðurstofu íslands) er þakkað fyrir upplýsingar um veður á Mýrdalssandi. Heimildir 1. Ólafur Amalds, Fanney Ósk Gísladóttir & Hjalti Sigurjónsson 2001. Sandy deserts of Iceland: an overview. Journal of Arid Environments 47. 359-371. 2. Haraldur Ólafsson 2004. Sandfoksveðrið 5. október 2004. Náttúrufræðingurinn 72: 3-4. 3. Ólafur Amalds 2004. Volcanic soils of Iceland. Catena 56. 3-20. 4. Björn Jóhannesson 1960. íslenskur jarðvegur. Menningarsjóður, Reykjavík. 134 bls. [Endurútgefin af Rannsókna- stofnun landbúnaðarins 1988]. 5. Greeley, Rv N.T. Bridges, R.O. Kuzmin & J.E. Laity 2002. Terrestrial analogs to wind-related features at the Viking and Pathfinder landing sites on Mars. Joumal of Geophysical Research 107. 10129-10150. 6. Mountney, N.P & A. J. Russel 2004. Sedimentology of cold-climate aeolian sandsheet deposits in the Askja region of northeast Iceland. Sedimentary Geology 166. 223-244. PÓST- OG NETFÖNG HÖFUNDA Ólafur Amalds og Sigmar Metúsalemsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Landbúnaðarháskóli íslands frá 1. janúar 2005) Keldnaholt, IS-112 Reykjavík. oa@rala.is simmi@rala.is Um HÖFUNDA Ólafur Amalds (f. 1954) lauk Ph.D.-prófi í jarð- vegsfræði frá Texas A&M University 1990. Hann starfar sem sviðs- stjóri umhverfissviðs á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Sigmar Metúsalemsson (f. 1964) lauk B.Sc.-prófi í landafræði frá H.í. 1991 og lagði stund á fram- haldsnám í upplýs- ingatækni við Utah State University. Sigmar er sérfræðingur í fjar- könnun og upplýsinga- tækni við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. a Sjá http://modis.gsfc.nasa.gov/; http://terra.nasa.gov/

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.