Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 6
Náttúrufræðingurinn miðhálendisins en minnst fjærst, t.d. á Vestfjörðum. Áfokið er að mestu gjóska sem veðrast hratt og gefur jarðveginum helstu eiginleikana sem allajafna eru einkennandi fyrir jarðveg á eldfjallasvæðum. Segja má að áfokið ásamt grunnvatnsstöðu skýri flesta eiginleika íslensks jarðvegs.3 Efnaveðrun á gjósku við- heldur tiltölulega hlutlausu sýru- stigi og þar með frjósemi landsins, eins og Bjöm Jóhannesson benti á,4 en fjærst gosbeltunum er jarðvegur víða súr og fremur ófrjósamur. Stormar sem þessir em algengir á Sahara-svæðinu, á hásléttum Kína og víðar, en efnið sem þar fýkur hefur áhrif á steindasamsetningu jarðvegs í mikilli fjarlægð frá upp- runastað. Þannig hefur áfok frá sléttum Kína áhrif á jarðveg í Japan. Á þessum svæðum er áfokið fyrst og fremst kvarssandur. Einnig getur orðið gríðarlega mikið uppfok af akuryrkjusvæðum, svo sem í Ástralíu og Bandaríkjunum, og efnið sem fýkur frá slíkum ökrum er mold af margvíslegri gerð. Sem fyrr segir er áfokið hérlendis að mestu gjóska en sums staðar gætir einnig foks á jarðvegsefnum. Gjóskan veðrast margfalt hraðar en kvars og losna þá ýmis næringarefni sem nýtast í hringrás lífsins. Það er verðugt rann- sóknarefni að kartna hvort fok á haf út hafi marktæk áhrif á styrk mikil- vægra efna fyrir lífríki í sjó. Sérstaða íslenskra sandauðna hefur dregið hingað vísindamenn til rannsókna og svæðið norðan Vatna- jökuls og nágrenni Öskju er vett- vangur fyrir margvíslegar rann- sóknir á sandfoki. M.a. nýtast aðstæður á Islandi til að efla skilning á þeim aðstæðum sem ríkja á yfirborði plánetunnar Mars.5,6 GERVIHNETTIR NASA Systurhnettirnir Aqua og Terra (Lögur og Láð) sveima í 705 km hæð yfir jörðu. Þeim var skotið á loft af bandarísku geimferðastofnuninni árið 1999 og 2002. Myndin er fengin úr nema Aqua-hnattarins, sem ber heitið MODIS (Moderate Resolution Imaging Spectrometer). Hnettimir afla viðamikilla upplýsinga um yfirborð og andrúmsloft jarðar, m.a. til að fylgjast með hlýnun loftslags. Gögnum er safnað á 36 mismunandi sviðum rafsegulrófsins (böndum). Hver myndeining er ýmist 250, 500 eða 1000 m á breidd eftir því hvaða bönd em notuð (hver myndrammi er 2330 km á hvom veg). Upplýsing- um er safnað um land, skýjafar, loftraka, loftagnir, hitastig, ósón, sjávaryfirborðið, plöntusvif, haf- strauma o.fl.” Með þessum linöttum má m.a. fylgjast með breytingum er fylgja umsvifum mannsins, út- þenslu borga, breytingum á út- breiðslu skóglendis, notkun áveitu- vatns og einnig er hægt að fylgjast með hamfömm á borð við skógar- elda og eldgos. Gervihnötturinn getur numið svifagnir í andrúms- loftinu vegna uppblásturs, eins og forsíðumyndin ber vitni um, en einnig svifagnir er stafa af mengun. Þá er einnig vert að nefna að gögn sem fengin em með þessum hnött- um eru notuð til þess að gera hnattræn líkön fyrir flæði gróður- húsalofttegunda, en þar er ryk í and- rúmsloftinu einmitt einkar mikil- vægur þáttur. Þakkir Guðrúnu Þ. Gísladóttur (Veðurstofu íslands) er þakkað fyrir upplýsingar um veður á Mýrdalssandi. Heimildir 1. Ólafur Amalds, Fanney Ósk Gísladóttir & Hjalti Sigurjónsson 2001. Sandy deserts of Iceland: an overview. Journal of Arid Environments 47. 359-371. 2. Haraldur Ólafsson 2004. Sandfoksveðrið 5. október 2004. Náttúrufræðingurinn 72: 3-4. 3. Ólafur Amalds 2004. Volcanic soils of Iceland. Catena 56. 3-20. 4. Björn Jóhannesson 1960. íslenskur jarðvegur. Menningarsjóður, Reykjavík. 134 bls. [Endurútgefin af Rannsókna- stofnun landbúnaðarins 1988]. 5. Greeley, Rv N.T. Bridges, R.O. Kuzmin & J.E. Laity 2002. Terrestrial analogs to wind-related features at the Viking and Pathfinder landing sites on Mars. Joumal of Geophysical Research 107. 10129-10150. 6. Mountney, N.P & A. J. Russel 2004. Sedimentology of cold-climate aeolian sandsheet deposits in the Askja region of northeast Iceland. Sedimentary Geology 166. 223-244. PÓST- OG NETFÖNG HÖFUNDA Ólafur Amalds og Sigmar Metúsalemsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Landbúnaðarháskóli íslands frá 1. janúar 2005) Keldnaholt, IS-112 Reykjavík. oa@rala.is simmi@rala.is Um HÖFUNDA Ólafur Amalds (f. 1954) lauk Ph.D.-prófi í jarð- vegsfræði frá Texas A&M University 1990. Hann starfar sem sviðs- stjóri umhverfissviðs á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Sigmar Metúsalemsson (f. 1964) lauk B.Sc.-prófi í landafræði frá H.í. 1991 og lagði stund á fram- haldsnám í upplýs- ingatækni við Utah State University. Sigmar er sérfræðingur í fjar- könnun og upplýsinga- tækni við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. a Sjá http://modis.gsfc.nasa.gov/; http://terra.nasa.gov/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.