Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags / Haraldur Olafsson Sandfoksveðrið 5. OKTÓBER 2004 Eitt af því sem hamlar athugun- um og rannsóknum á vindi er að hann er í flestum tilvikum ósýnilegur. Það á þó ekki ávallt við, því stundum flytur vindurinn laus efni á borð við snjó eða jarðveg. Má þá oft greina með berum augum iður loftsins næst jörðu. A gervi- tunglamyndum má einnig greina leið loftsins sem og ýmis straum- mynstur sem verða í jaðarlagi loft- hjúpsins og nánast ógemingur getur verið að mæla með hefðbundnum hætti. Hér verður rýnt í forsíðu- myndina sem tekin var frá gervi- tungli kl. 13.40 þann 5. október 2004 og fjallað er um í grein Ólafs Amalds og Sigmars Metúsalemssonar1 í þessu hefti. Leitast verður við að greina straummynstur í myndinni og skýra þessi mynstur. Þá verður rætt um ástand lofthjúpsins þennan dag sem olli því að sandfok er eins mikið, nær eins langt suður af landinu og myndast eins vel og raun ber vitni. Síðast en ekki síst verður sýnt hvemig veðrinu var spáð með nýju spákerfi sem sett var upp til reynslu fyrr á árinu. STRAUMMYNSTRIN í MYNDINNI Ljóst er af sandfokinu sem sjá má meðfram suðurströndinni að býsna hvasst er og af lengd slóðans suður af landinu má ráða að mikið sandfok hefur verið í a.m.k sex klukku- stundir. Langmest fýkur af Mýrdals- sandi, en sandfok er einnig mikið á Skeiðarársandi og nokkurt á Land- eyjasandi. Hins vegar fýkur lítið af Skógasandi og af Meðallandssandi og fjömm með Skaftá þar niður af. Leikur því gmnur á að vindur sé þar hægari. Tveir hvirflar koma skýrt fram yfir sjónum suður af Vatnajökli og gefa þeir til kynna að vindhraði aukist mjög hratt er farið er frá vestri til austurs á þeim slóðum. Sé litið á landið í heild sinni má víða greina skýjamynstur sem minnir helst á þvottabretti. Hér eru á ferðinni þyngdarbylgjur eða svokallaðar fjallabylgjur. Myndast þær við það að stöðugur loftmassi lendir á fjöllum og tekur að sveiflast upp og niður. I toppi bylgnanna er loftið kaldast og þar þéttist rakinn og myndar ský, en í bylgjudölunum er hlýrra og skýjadroparnir hafa gufað upp þegar þangað er komið. Sé hitafall með hæð fasti er línulegt samhengi milli bylgjulengdar og vindhraða. Því lengra sem er milli bylgjutoppa, því hvassara er. Af myndinni að dæma virðist hægari vindur yfir Vesturlandi en Austur- landi. Er það í samræmi við loft- þrýstisviðið á 1. mynd sem sýnir að þrýstilínurnar þéttast eftir því sem austar dregur yfir landinu. Suður af Þórisjökli er ský sem varpar löngum skugga í norður. Er hér há- ský sem myndast hefur í fjalla- bylgju sem nær upp í gegnum allt veðrahvolfið. Fjallabylgjur geta verið varasamar flugvélum og því geta gervitunglamyndir af þessari gerð veitt mikilvægar upplýsingar fyrir flugumferð. - I 1D30 1020 1010 1000 300 9B0 970 9&0 1. mynd. Loftþrýstingur við sjávarmál kl. 12.00, 5. október 2004. Byggt á greiningu CDC/NCEP. Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 93-95, 2004 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.