Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 8
Náttúrufræðingurinn 05.10.04 kl: 06:00 48 klsl. spá > rvii>i. 8 i 35 30 25 20 15 10 __0 2. mynd. 48 klst. spá um vind við yfirborð jarðar kl. 6 að morgni 5. október 2004. Örvar sýna vindátt og litur vindstyrk (m/s). Sjálfvirk veðurstöð Vegagerðar- innar á Mýrdalssandi mældi lengst af 18-22 m/s vindhraða að morgni 5. október og fram yfir hádegi. Vindur hefur verið mældur á Mýrdalssandi síðan 1995 og nær vindstyrkur 20 m/s að jafnaði 10-11 daga á ári, en 23 m/s tvo til þrjá daga á ári. Því fer þannig fjarri að um mjög óvenju- legan atburð sé að ræða hvað snertir vindstyrk á Mýrdalssandi. VlNDURINN REIKNAÐUR Um þessar mundir er í gangi til- raunaverkefni um reikninga á veðri í þéttriðnu neti (HRAS). Reikningar þessir eru gerðir í rauntíma og nýtast því við veðurspár og verður væntanlega sagt frá þeim á þessum vettvangi innan skamms. í tengslum við HRAS-verkefnið hefur vindur verið reiknaður í þessu veðri og sýnir 2. mynd reiknaðan vind við yfirborð jarðar kl. 6 að morgni þann 5. október 2004. Reikningamir em byggðir á upplýsingum sem fyrir lágu 48 klukkustundum fyrr og er því um að ræða tveggja sólarhringa vindaspá. Reiknað er með reikni- líkaninu MM52 í neti með 9 km víðum möskvum. Við skilgreiningu jaðarskilyrða er stuðst við loft- hjúpsspá Evrópsku veðurstofunnar (ECMWF). Á myndinni koma greinilega fram öll þau atriði sem fyrr em nefnd og lesin hafa verið úr gervitunglamyndinni. Strengurinn yfir Mýrdalssandi er áberandi, sem og hvassir vindar niður af Vatnajökli og tiltölulega hægir vindar yfir Skógasandi og Meðallandssandi. Skjólið af fjöllunum nær langt suður af landinu og skilin milli hvassviðris og hægari vinds sem ollu hvirflunum suður af Vatnajökli koma vel fram. O RSAKIR VIN DAMYN STU RSIN S Hvað sandana syðst á landinu varðar kemur vindurinn heim og saman við að loftstraumurinn hafi leitað framhjá Mýrdals- og Eyja- fjallajökli. Vindstrengir myndast þá beggja vegna jöklanna, en vegna landslags og svigkrafts jarðar er eystri strengurinn, þ.e. vindurinn yfir Mýrdalssandi, þeirra hvass- astur. Hlémegin jöklanna er mun hægari vindur, a.m.k. þegar komið er niður á Skógasand. Vindstrengir af þessu tagi eiga sér nokkra hliðstæðu í straumi vatns þar sem farvegur þrengist og straumhraði eykst. Er því nánar lýst í grein undirritaðs í Náttúrufræðingnum 1998.3 Sé vindur mjög hvass, er nauðsynlegt að loftmassinn sé mjög stöðugur til að vindur leggist í strengi eins og hér er lýst og að skjól myndist hlémegin fjallanna. Það á svo sannarlega við í þessu tilviki, því sjá má á háloftaathugun, sem gerð var í Keflavík kl. 12 þennan sama dag, að í 1200 metra hæð var um 8 stiga frost en á sama tíma var frostlaust frá 1700 upp í 2000 m hæð yfir jörðu (3. mynd). Heitir það hitahvarf þar sem hiti hækkar með hæð og á þessu hæðarbili í lofthjúpnum er fremur óvenjulegt að hitahvörf séu svona sterk. Hitahvörfin eiga tvímælalaust Keflavik kl. 12 5. október 2004 Lofthiti (°C) 3. mynd. Hitamælingar yfir Keflavík kl. 12.00, 5. október 2004. 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.