Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 12
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Við ósa Fossár er vinsælt að tína krækling til matar. Hér má sjá fjöruna við Fossá og fjallið Þyril í báksýn. Ein rannsóknastöðin sem fjallað er um í greininni var framan við ósa Fossár. - The mouth ofFossá river in Hvalfjörður is a popular spot for collecting blue mussels (Mytilus edulis). One ofthe sampling stations for the study described in the paper is located just off this shore. Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson. Margar eitraðar svifþörungategundir mynda taugaeitur. Aðallega er um að ræða þrenns konar eitrun sem þær valda og menn þurfa að vera vakandi fyrir í Norður-Atlantshafi: PSP (paralytic shellfish poisoning). Eitrun af þessu tagi getur valdið lömun. Það eru skoruþörungar af ættkvíslunum Alexandrium, Pyrodinium og Gymnodinium sem valda henni og hefur hún greinst úr skelfiski hér við land nokkrum sinnum. ' DSP (diarrhetic shellfish poisoning). Getur valdið meltingartruflunum, svo sem niðurgangi og uppköstum. Um er að ræða eitur sem nokkrar tegundir skoruþörunga geta myndað, meðal annars tegundir af ættkvíslunum Dinophysis og Prorocentrum. DSP-eitrun hefur oft greinst úr skelfiski við ísland.1,9,10 ASP (amnesic shellfish poisoning). Eitrun sem meðal annars getur valdið minnistapi en hún stafar af amínósýrunni „domoic-sýru". Staflaga kísilþörungar, flestir af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia, geta valdið slíkri eitrun. Eitrunin hefur ekki greinst hér við land svo óyggjandi sé, en tegundir Pseudo-nitzschia eru 98

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.