Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hjálmar R. Bárðarson
Egg...
...HUGDETTUR OG STAÐREYNDIR
Kunn mun flestum sagan um egg Kólumbusar, þess sem fann Ameríku á
eftir Leifi okkar heppna. Nokkrir menn sátu við borð og deildu um það
hvort hægt væri að láta egg standa upp á endann. Þegar allir nema
Kólumbus höfðu reynt það árangurslaust, tók hann eggið, skellti því hart
niður á borðið á endann svo að skurnin brotnaði þar lítillega, og viti menn,
eggið stóð upp á endann á þeim litla fleti, sem myndast hafði.
Ekki var Kólumbusaraðferð þó
notuð, þegar ég fyrir allmörgum
árum tók Ijósmyndina á vinstri
síðu af stóru og litlu eggi, báðum upp
á endann, í eggjasafni Náttúrufræði-
stofnunar Islands í Reykjavík. Stóra
eggið er álftaregg en það litla er egg
auðnutittlings. Eggin höfðu verið
tæmd (blásin út). Eg stakk vírbút inn
um gatið á enda eggjanna og stakk
vírendanum niður í frauðplastsplötu.
I frjóvguðum eggjum er eggjarauða
og hvíta, næring fósturs, og þar dafnar
unginn þar til tími er kominn til að
hann brjóti skumina og komi út úr
egginu. Þegar kvenkyns fugl, t.d.
hæna, hefur náð þroska til verpir hún
síðan eggjum og þannig heldur
hringrás lífshlaupsins áfram. Enn er
hinsvegar óráðin sú gáta náttúrunnar
hvort kom á undan, eggið eða hænan.
A næstu opnu er ljósmynd af eggjum
allmargra íslenskra varpfugla
nokkurn veginn í réttri stærð, og því
má bera saman mikinn stærðarmun
þeirra, en líka margbreytilega lögun
eggjanna og lit þeirra. Mörg eggjanna
em einlit og ljós á lit. Ef fugl með slík
egg í opnu hreiðri hverfur frá því um
stund, þá felur hann oft eggin með
dúni og grasi til að vargfuglar komi
síður auga á þau, en líka til að halda
eggjunum volgum á meðan fuglinn er
fjarri. Fuglar sem verpa í gjótum eða
holum þurfa ekki að fela eggin, þótt
þau séu einlit og Ijós á litinn. Mörg
eggjanna em hinsvegar í felulitum, oft
doppótt og lík umhverfi hreiður-
2. mynd. Perulaga egg bjargfugla velta í
þröngan hring, komist þau á hreyfingu.
staðarins, svo að fuglinn þarf síður að
óttast að ránfuglar gæði sér á eggjun-
um meðan hann skreppur frá.
Þá vekur það athygli þegar slíkt
safn eggja er skoðað, að lögun
eggjanna er mjög breytileg. Sum eggin
em nánast kúlulaga en önnur greini-
lega perulaga.
Við athugun kemur í ljós að keilu-
laga eggin eru allajafna bjargfuglaegg
og er egg langvíu gott dæmi um það.
Ástæðan er talin vera sú, að bjarg-
fuglar verpa margir á mjóum bjarg-
syllum, og hreiðurgerð þeirra, t.d.
langvíu, er svo til engin nema ef væri
gömul dritskán á bjargsyllu. Þessi
perulaga egg velta í þröngan hring ef
þau komast á hreyfingu. Þeim er því
ekki eins hætt við að velta fram af
mjórri bjargsyllu og ef þau væru
kúlulaga. Þannig hafa í náttúrunni
þróast haganlegustu gerðir eggja,
bæði að lögun og lit, með tilliti til þess
hvar fuglar velja sér varpstaði.
En þótt egg séu svona breytileg að
ytri gerð, bæði að stærð, lögun og lit,
eins og sjá má á myndaopnunni hér á
eftir, þá eru egg skyldra fuglategunda
svo nauðalík að erfitt getur verið að
skera úr um það hvaða fuglategund
hefur orpið eggi, nema að koma að
hreiðrinu og sjá fuglinn.
Helsta heimild
Hjálmar R. Bárðarson 1986. Fuglar íslands. Reykjavík, höf. gaf út. Bls. 36-37 og
90-91.
Um höfundinn
Hjálmar R. Bárðarson (f. 1918) lauk prófi í
skipaverkfræði (M.Sc.) við Danmarks Tekniske
Hojskole (DTH) 1947. Hann starfaði sem skipaverk-
fræðingur hjá Helsingor skibsværft í Danmörku, hjá
skipasmíðastöð í Englandi og hjá Stálsmiðjunni hf. í
Reykjavík 1948-1954. Hann var skipaskoðunarstjóri
1954-1970 og siglingamálastjóri 1970-1985. Hjálmar sá
um hönnun og smíði fyrsta stálskips sem smíðað var á
íslandi. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu 1974 og stórriddarakrossi 1981.
Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971 og
formaður ýmissa nefnda á alþjóðaráðstefnum um öryggismál skipa,
siglingamál og varnir gegn mengun sjávar. Fyrir þau störf hlaut hann
verðlaun IMO 1983. Hjálmar sat í stjórn Verkfræðingafélags íslands
1961-1963 og í Náttúruverndarráði 1975-1981. Hjálmar ritaði 12
myndskreyttar bækur, aðallega um þjóðlegan fróðleik og náttúru íslands;
fyrir framlag sitt til landkynningar hlaut hann farandbikar Ferðamálaráðs
1989 og var útnefndur heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi
1989. Þá er hann er heiðursfélagi í Danske Camera Pictoralister og
alþjóðasamtökum ljósmyndara (FIAP).
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Hjálmar R. Bárðarson
Hrauntungu við Álftanesveg
IS-210 Garðabæ
Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 106-109, 2004
107