Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 53
Steingrímur Jónsson og Héðinn Valdimarsson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ÁÐUR ÓÞEKKTUR HAFSJRAUMUR FINNST VIÐ ÍSLAND í Grænlandssundi mætast hlýr og selturíkur Atlantssjór úr suðri, sem við kennum gjaman við Golfstrauminn, og ískaldur og seltuminni pólsjór sem ættaður er úr Norður-íshafinu. í sundinu eru því yfirleitt mjög skörp skil á milli þessara sjógerða bæði hvað varðar seltu og hitastig. Yfir- borðsstraumar í hafinu umhverfis ísland eru sýndir á 1. mynd. Þar sést að megnið af Atlantssjónum (rauðar örvar) streymir yfir til Grænlands fyrir sunnan sundið og síðan suður með grænlensku landgrunnshlíðinni. Lítil grein heldur áfram norður með Vestfjörðum og síðan til austurs eftir landgrunninu norðanlands. Pólsjórinn (bláar örvar) berst úr Norður- íshafinu til Grænlandssunds með Austur-Grænlandsstraumi yfir grænlenska landgrunninu og landgrunnshlíðinni. Lítill hluti hans streymir inn í íslandshaf norðan Islands en megnið rennur óhindrað um Grænlandssund. Undir pólsjónum liggur heldur hlýrri og saltari sjór sem eru leifar af Atlantssjó sem streymt hefur meðfram Noregi og norður til Svalbarða en sveigir þar yfir til Grænlands og aftur til suðurs undir pólsjónum. Ihöfunum norðan við hryggina milli Grænlands og Skotlands myndast að vetrarlagi þungur sjór við kælingu á Atlantssjónum og blöndun að litlu leyti við pólsjó. Þessi sjór streymir síðan yfir hrygg- ina milli Grænlands og Skotlands og sekkur niður í djúpið í Atlantshafi og streymir síðan áfram eftir botninum langt suður um Atlantshaf. Um helmingur af þessu flæði fer um Grænlandssund. Sá sjór hefur á ensku gengið undir nafninu „Den- mark Strait Overflow Water" og mætti nefna hann á íslensku yfirfalls- sjó Grænlandssunds. Hann er mjög mikilvægur fyrir endumýjun djúp- sjávar í Atlantshafi. Einnig er talið að flæði hans til suðvesturs um Græn- landssund ásamt yfirfalli milli ís- lands og Skotlands valdi því að inn í norðurhöf dragist í yfirborðslögum heihir og selturíkur Atlantssjór sem gerir það að verkum að sjórinn við norðanverða Evrópu, þar með talið Island, er vemlega hlýrri en ella væri. Lengi hefur verið deilt um uppmna yfirfallssjávarins í Græn- landssundi og var ályktað út frá greiningu á sjógerðum í Islandshafi að mestar líkur væm á því að hann myndaðist í Islandshafi.2 Síðan var gert ráð fyrir að sjórinn blandaðist inn í Austur-Grænlandsstrauminn og bærist áfram með honum út um sundið suður í Grænlandshaf. Þessi ályktun var eðlileg vegna þess að á þeim tíma var ekki vitað um annan straum sem rynni út um Grænlands- sund en Austur-Grænlandsstraum- inn. Þá var talið að straumur væri til suðurs yfir landgrunnshlíðinni Grænlandsmegin sundsins en til norðurs yfir landgrunnshlíðinni Islandsmegin. Innblöndun yfirfalls- sjávar í Austur-Grænlandsstraum- inn var síðar álitin of hæg til að geta skýrt mikið flæði á honum út um Grænlandssund. Þetta varð til þess að hugmyndir um að yfirfallssjórinn ætti uppruna sinn lengra í norðri, þ.e. í Norður- Grænlandshafi3,4 eða jafnvel í Norður-íshafi5-6 komu fram Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 139-143, 2004 139

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.