Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 53
Steingrímur Jónsson og Héðinn Valdimarsson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ÁÐUR ÓÞEKKTUR HAFSJRAUMUR FINNST VIÐ ÍSLAND í Grænlandssundi mætast hlýr og selturíkur Atlantssjór úr suðri, sem við kennum gjaman við Golfstrauminn, og ískaldur og seltuminni pólsjór sem ættaður er úr Norður-íshafinu. í sundinu eru því yfirleitt mjög skörp skil á milli þessara sjógerða bæði hvað varðar seltu og hitastig. Yfir- borðsstraumar í hafinu umhverfis ísland eru sýndir á 1. mynd. Þar sést að megnið af Atlantssjónum (rauðar örvar) streymir yfir til Grænlands fyrir sunnan sundið og síðan suður með grænlensku landgrunnshlíðinni. Lítil grein heldur áfram norður með Vestfjörðum og síðan til austurs eftir landgrunninu norðanlands. Pólsjórinn (bláar örvar) berst úr Norður- íshafinu til Grænlandssunds með Austur-Grænlandsstraumi yfir grænlenska landgrunninu og landgrunnshlíðinni. Lítill hluti hans streymir inn í íslandshaf norðan Islands en megnið rennur óhindrað um Grænlandssund. Undir pólsjónum liggur heldur hlýrri og saltari sjór sem eru leifar af Atlantssjó sem streymt hefur meðfram Noregi og norður til Svalbarða en sveigir þar yfir til Grænlands og aftur til suðurs undir pólsjónum. Ihöfunum norðan við hryggina milli Grænlands og Skotlands myndast að vetrarlagi þungur sjór við kælingu á Atlantssjónum og blöndun að litlu leyti við pólsjó. Þessi sjór streymir síðan yfir hrygg- ina milli Grænlands og Skotlands og sekkur niður í djúpið í Atlantshafi og streymir síðan áfram eftir botninum langt suður um Atlantshaf. Um helmingur af þessu flæði fer um Grænlandssund. Sá sjór hefur á ensku gengið undir nafninu „Den- mark Strait Overflow Water" og mætti nefna hann á íslensku yfirfalls- sjó Grænlandssunds. Hann er mjög mikilvægur fyrir endumýjun djúp- sjávar í Atlantshafi. Einnig er talið að flæði hans til suðvesturs um Græn- landssund ásamt yfirfalli milli ís- lands og Skotlands valdi því að inn í norðurhöf dragist í yfirborðslögum heihir og selturíkur Atlantssjór sem gerir það að verkum að sjórinn við norðanverða Evrópu, þar með talið Island, er vemlega hlýrri en ella væri. Lengi hefur verið deilt um uppmna yfirfallssjávarins í Græn- landssundi og var ályktað út frá greiningu á sjógerðum í Islandshafi að mestar líkur væm á því að hann myndaðist í Islandshafi.2 Síðan var gert ráð fyrir að sjórinn blandaðist inn í Austur-Grænlandsstrauminn og bærist áfram með honum út um sundið suður í Grænlandshaf. Þessi ályktun var eðlileg vegna þess að á þeim tíma var ekki vitað um annan straum sem rynni út um Grænlands- sund en Austur-Grænlandsstraum- inn. Þá var talið að straumur væri til suðurs yfir landgrunnshlíðinni Grænlandsmegin sundsins en til norðurs yfir landgrunnshlíðinni Islandsmegin. Innblöndun yfirfalls- sjávar í Austur-Grænlandsstraum- inn var síðar álitin of hæg til að geta skýrt mikið flæði á honum út um Grænlandssund. Þetta varð til þess að hugmyndir um að yfirfallssjórinn ætti uppruna sinn lengra í norðri, þ.e. í Norður- Grænlandshafi3,4 eða jafnvel í Norður-íshafi5-6 komu fram Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 139-143, 2004 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.