Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sem mælirinn sendir og þess endur- kasts sem hann nemur frá ögnunum (Doppler-hrif). Með straumsjá er hægt að mæla straum á mismunandi dýpi samtímis niður á allt að 700 m dýpi frá rannsóknaskipi á siglingu. Eitt af því sem gerir þessa mælingu mögulega er sú nákvæmni sem hægt er að ná í staðsetningu og hreyfingum skipsins með GPS- tækni. Hafrannsóknaskipið Arni Friðriksson RE 200 (4. mynd) er búið slíkum mæli (75 kHz) sem festur er neðan á kjöl þess. Því er hægt að fylgjast með straumum undir skipinu á leið þess um höfin. Straumur var mældur á Hom- bankasniði sem liggur til norðurs á 21°35'V (2. mynd). Það er u.þ.b. 350 km norðaustur frá þröskuldinum í Grænlandssundi. Siglt var yfir sniðið frá 66°30'N til 67°40'N. Þetta hefur nú verð gert þrívegis, þ.e. í nóvember 2001,2002 og 2003. í lrvert skipti var farið fjómm sinnum yfir sniðið. Siglingin tók u.þ.b. 24 klukkustundir, sem em u.þ.b. tvær sjávarfallasveiflur. Meðaltal var síðan tekið af öllum fjómm yfir- ferðunum til að minnka áhrif sjávar- fallastrauma á útkomuna. Niður- stöður mælinganna nálægt botni em ekki marktækar þar sem truflana gætir frá botninum. Samhliða fyrstu og síðustu yfirferð vom hiti og selta mæld á sniðinu með 10 sjómílna millibili. Auk þess er stuðst við hita- og seltumælingar frá Látrabjargs- og Kögursniði sem gerðar voru í nóvember hvert ár (2. mynd). Niðurstöður Skipta má straumnum í austur- vestur- og norður-suðurþætti en straumur í Hombankasniðinu er að mestu í austur-vesturstefnu. Meðal- töl austur-vesturþáttar straumsins 3. mynd. Straumsjá (ADCP-straum- mælir). - An Acoustic Doppler Current Profiler (ADCP). 4. mynd. Rannsóknaskipið Arni Friðriksson RE 200. - The Research vessel Arni Friðriksson RE 200. Ljósm./Photo: Guðmundur Þórðarson. 5. mynd. Myndin sýnir slraumhraða í cm/s á Hornbankasniði. Gult táknar straum til austurs en dekkri svæði tákna straum til vesturs og afmarka strauminn sem hér er fjallað um. Flutningur sjávar með straumum er mældur í einingunni Sverdrup (Sv) og er 1 Sv= 1.000.000 m3/s. Flutningur sjávar með straumnum var 2001 (0,6 Sv), 2002 (2,7 Sv) og 2003 (1,7 Sv). - The current speed in cm/s on the Hornbanki section. Yellow indicates a current towards the east while darker areas indicate a current towards the west and they delimit the current discussed here. The transport of ocean currents is measured in Sverdrups (Sv) and 1 Sv = 1,000,000 m3/s. The transport with the current was in 2001 (0.6 Sv), 2002 (2.7 Sv) and 2003 (1.7 Sv). 141

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.