Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Stormmáfur er nýlegur varpfugl á íslandi en fyrsta hreiðriðfannst árið 1955 - The Common Gull is a relatively recent hreeder in lceland. Thefirst nest was discovered in 1955.1 Ljósm./Photo: Jóhann O. Hilmarsson í Svarfaðardal, 7. jiilí 2002. Tilgangur vöktunar Vöktun (monitoring á erlendum málum) byggist á reglubundnum athugunum á tilteknum þætti eða atburði í náttúrunni, t.d. fjölda fugla, varpárangri, dánartíðni, magni eiturefna og komutíma farfugla, allt eftir tilgangi vöktunarinnar. I heild- ina er vöktun fuglastofna á Islandi afar brotakennd.10,11 Tilviljun hefur að mestu ráðið hvaða tegundir hafa verið teknar fyrir og hversu víðtæk vöktunin er. Vöktun fuglastofna hefur til þessa oftar verið háð fram- taki einstaklinga en fyrirfram ákveðnu skipulagi af hálfu opin- berra aðila. Vöktun er mikilvægur hluti skynsamlegrar umhverfis- stefnu þar sem sjálfbær þróun nátt- úrunnar er höfð að leiðarljósi. Brýnt er að tekin verði saman samhæfð áætlun um vöktun á lífríki landsins sem samþykkt er af stjómvöldum og fylgt eftir af einurð. I grein frá 2000 er fjallað nánar um vöktun á ís- lenskum sjófuglum.11 Þau vöktunar- verkefni á sjófuglum sem íslending- ar standa nú fyrir eru ennfremur tíunduð í skýrslu frá 2003.10 Utbreiðsla stormmáfs í landinu hefur breyst mikið undanfarna áratugi samhliða ört stækkandi varpstofni og verpur hann núorðið í öllum landshlutum nema á Vest- fjörðum.2,12 Skráning sjófuglabyggða er hluti af vöktun sjófugla í landinu, en með henni er m.a. reynt að fylgjast með því hvar stormmáfar verpa. Nýir varpstaðir em skráðir, ennfremur stærð einstakra varpa og breytingar á þeim eftir því sem upplýsingar berast.11 Mikilvægt er að fuglaskoðarar komi upplýsingum um ný varpstaði og niðurstöðum talninga úr einstökum vörpum á framfæri við Náttúrufræðistofnun Islands þannig að gögnin nýtist í víðari samhengi. Aðferðir A Náttúrufræðistofnun Islands hefur í áratugi verið safnað ýmsum upplýsingum um íslenska fugla, þ. á m. landnám stormmáfa. Hafa ýmsir fuglaskoðarar lagt hönd á plóginn í þeim efnum. Þessi gögn voru skoðuð m.t.t. Eyjafjarðar auk þess sem birtar heimildir vom kannaðar. Gögn um einstaka varpstaði er að finna í gagnagrunni yfir íslenskar sjófuglabyggðir.11 Við talningar á stormmáfum var beitt tvenns konar aðferðum; (1) talningum á fuglum og (2) hreiður- talningum. Mikilvægt er að allir at- hugendur sem meta stærð storm- máfsvarpa skrái skilmerkilega hvaða aðferðum þeir beita við mat á fjölda varppara. Þannig er auð- veldara að gera sér grein fyrir gildi og nákvæmni gagnanna. Við talningar á fuglum (1) er varp skoðað með kíki og fjarsjá úr fjarlægð. Þannig em fuglamir ekki truflaðir meðan fjöldi para er metinn. Heppilegast er að telja á tímabilinu frá miðjum maí fram í miðjan júní. Þegar stormmáfsvarp er skoðað úr fjarlægð er langalgengast 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.