Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Vnrpútbreiðsla stormmáfs á íslandi sýnd eftir 10x10 km reitakerfi (skv. gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar íslands). - The breeding distribution ofCommon Gulls in Iceland as presently knoum using 10x10 km squares (database at the lcelandic lnstitute ofNatural History). hólmamir fóm á kaf. Miðað við talningar fyrir og eftir 1995 í þeim níu hólmum sem ekki var unnt að skoða álíta höfundar að þar hafi ekki verið nema þrjú pör árið 19959 og er það mat tekið með í niðurstöðunum. Botn Svarfaðardals var hins vegar að mestu undir vatni þegar talning fór fram og hefur það eflaust haft áhrif á niðurstöðu, eins og rætt er síðar. Ekki var talið í Hrísey 1995 en þess í stað var talning ársins 1996 notuð. LandnAm stormmáfs, EINKUM í EYJAFIRÐI Stormmáfur er tiltölulega nýr varpfugl á Islandi. Fyrsta hreiðrið fannst árið 1955 í Korpúlfsstaða- hólma við Reykjavík.1 Þó er talið að stormmáfur hafi orpið hér á landi um tveimur áratugum fyrr. í pistli frá 193714 kveðst Kristján Geir- mundsson hafa séð stormmáfshjón með fleyga unga á leimnum við Akureyri 2. september 1936. Árið eftir sást á ný stormmáfspar sem var að mata nýfleyga unga á sömu slóðum.15 Hafa fuglamir sennilega orpið einhvers staðar á svæðinu. Á árunum upp úr 1950, einkum á seinni hluta þess áratugar, sáust stormmáfar nokkuð reglulega í Eyjafirði, bæði á veturna og sumrin (Kristján Geirmundsson). Árið 1958 fannst svo hreiður á Hvammsflæð- um rétt sunnan Akureyrar og aftur á sama stað árið eftir (Guðmundur K. Pétursson). Um og upp úr 1960 byrjuðu stormmáfar að verpa á ýmsum stöðum í Eyjafirði, við Hörgá 1960, ósa Svarfaðardalsár 1962, í Laufáshólmum 1969 og Hrísey 1970. Samkvæmt þessu hafa þeir orpið reglulega í Eyjafirði frá því skömmu fyrir 1960. VÖKTU NARSVÆÐI STORMMÁFS í Eyjafirði Svæðið sem kannað er í Eyjafirði er 556 km2 að flatarmáli, eða um 0,5 % landsins (2. mynd). Vestan fjarðar nær athugunarsvæðið frá Ólafsfirði í norðri, suður um Upsaströnd, Svarfaðardal og Hrísey, Árskógs- strönd og Gálmaströnd, Hörgár- byggð (Hörgárdal, Öxnadal og fyrrum Glæsibæjarhrepp), um Akureyri, Eyjafjarðarsveit suður fyrir syðstu byggð, út með Eyjafirði að austan, um Svalbarðsströnd, Kjálka og Höfðahverfi. Þorvalds- dalur, afdalir Eyjafjarðarsveitar og Látraströnd eru ekki tekin með enda svæðin fremur óaðgengileg. Þar eru auk þess frekar litlar líkur á varpi stormmáfa miðað við aðstæður. Látraströnd hefur verið könnuð með tilliti til fuglalífs, þ. á m. stormmáfa, en þeir hafa ekki fundist þar verpandi (ST, óbirt gögn). Næstu varpstöðvar stormmáfa sem kunnugt er um eru annars vegar að vestanverðu í Blönduhlíð í Skagafirði og hins vegar austur í Bæjarhólma í Skjálfandafljóti við Ulfsbæ í Bárðardal. Á landsvísu er Eyjafjörður umtalsverður hluti af útbreiðslusvæði stormmáfa eða tæp- lega þriðjungur allra 10x10 km reita þar sem stormmáfar finnast verp- andi (sjá 3. mynd). NlÐURSTÖÐUR Fjöldi varppara Samfelld og stöðug aukning hefur verið í fjölda verpandi stormmáfa í Eyjafirði síðan 1980 (4. mynd). Árið 1980 töldust vera 105-112 varppör, 239-244 árið 1990, 298 árið 1995 en 484 varppör árið 2000. Fjölg- unin hefur verið nokkuð stöðug, að jafnaði 7,8% á ári. I viðauka er skrá yfir alla varpstaði stormmáfa sem höfundum er kunnugt um í Eyjafirði fyrr og síðar, auk fjölda varppara á árunum 1980, 1990, 1995 og 2000. Einnig er getið staða þar sem storm- máfar hafa orpið þótt þeir hafi ekki fundist í ofangreindum fjórum ár- um. Varpútbreiðsla Árið 1980 var stærsta stormmáfs- varpið í Eyjafirði við ósa Svarfaðar- dalsár, ívið stærra en við Akur- eyrarflugvöll. Árið 1990 var flug- vallarvarpið komið fram úr því, enda hafði stormmáfum fjölgað við flugvöllinn en fækkað á sama tíma við ósa Svarfaðardalsár. Stærsta stor- mmáfsbyggðin árið 2000 var við Akureyrarflugvöll, samtals 85 varp- pör. Næststærstu byggðimar árið 2000 voru við Munkaþverá (63 pör) og í Hrísey (50 pör). Þá vom 23 pör á 147

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.