Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 78
Náttúrufræðingurinn F RÉTTIR VlLTU VEÐJA Á KLÓNAÐAN HEST? Það hefur vafíst fyrir mönnum að klóna hross, en nú virðast vandmál við það vera að leysast. Þegar þetta er skráð, um þjóðhátíðarleytið 2003, skokkar mánaðar- gamalt, klónað múldýrsfolald í Idaho - en múldýr er afkvæmi asna og hryssu. Ein hryssa er komin að kasti með klónað folald sinnar tegundar á Italíu, og von er á öðru í Texas í nóvember. Eigendur veðhlaupahesta fylgjast af athygli með þessum tilraunum. Að vísu gilda í mörgum virtum veðhlaupum alþjóðlegar reglur, sem banna þátttöku hrossa, er komin eru í heiminn á annan hátt en við eðlilega pörum hests og hryssu, en hér er mikið fé í veði, og kunnugir telja að eftir fimm til átta ár hafi ríkir og valdamiklir veðhlaupahrossaútgerðarmenn fengið reglumar þannig sveigðar, að þeir geti sett klónaða hesta út á hlaupabrautimar. Við þetta vinnst það - ef vel tekst til með klónunina - að nákvæmar eftir- myndir frækilegra veðhlaupahesta geta fetað í fótspor erfðagjafa sinna, sem kannski em löngu dauðir eða að öðmm kosti vanaðir. Ömólfur Thorlacius rakst á petta í pistlinum This Week í New Scientist, 7. júní 2003. Vetni í búri Við Islendingar ætlum okkur stóran hlut í nýtingu vetnis sem lítt mengandi orkugjafa, meðal annars til að knýja bifreiðar, og vissulega stöndum við þar flestum þjóðum framar, þar sem við getum framleitt vetnið án þess að menga gufuhvolfið með gróðurhúsalofti. Flestir tilraunabílar, sem nú ganga fyrir vetni, ýmist með sprengihreyflum eða efnarafölum, flytja orku- gjafann í brúsum, undir meira en 300-földum loftþrýst- ingi. Ekki mega brúsamir springa, og þeir þurfa því að vera öflugir og að sama skapi þungir - þeir vega 7 til 20 sinnum meir en það vetni sem í þá kemst. „Þetta er aðalvandinn," er haft eftir Maríu Maack hjá fyrirtækinu Islensk nýorka. Tæknimenn víða um heim leita þvi að nýjum leiðum til að geyma vetni undir hóflegum þrýstingi. Hægt er að binda það við ýmsa málma, en tengslin eru fullsterk, svo háan hita þarf til að rjúfa þau. Örgrannar kolefnisslöngur (carbon nanotubes) em léttar og hemja meira vetni, en til þessa hefur reynst erfítt að staðla framleiðslu á þeim. Nú em efnafræðingar við Michiganháskóla að þróa stórsameindir, „málm-lífræn búr" (metal organic frame- works, MOF), þar sem heppileg lífræn efni, úrefni bens- ens, em skorðuð í málmgrind. Þessi búr skorða vetnið ekki sterkar en svo að það losnar við herbergishita og geymist við hóflegan þrýsting - um tuttugufaldan loftþrýsting, sem er ekki nema tvöfaldur þrýstingurinn í venjulegum vindlingakveikjara. Enn vantar nokkuð upp á að þessi málm-lífrænu búr geti bundið jafnmikið vetni og málmamir, en frekari þróun gæti breytt því. María Maack og fulltrúi Honda- bílasmiðjunnar, sem framleitt hefur vetnisbíla, binda miklar vonir við þessa þróun á geymslu vetnis við lágan þrýsting. Ömólfur Thorlacius sótti þetta í New Scientist, 24. maí 2003: Fill her up with caged hydrogen eftir Nicola Jones. Er bráðalungnabólgan SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMUR? Margt er enn óljóst um eðli bráðalungnabólgunnar. Upphaflega var talið að um 4% sjúklinga dæju úr veik- inni. Sú tala er nú á uppleið, og breskur farsóttafræð- ingur, sem kynnt hefur sér gang veikinnar í Hong Kong, telur trúlegt að þegar upp er staðið verði dánartalan á milli 8 og 15 af hundraði. Margt bendir til þess að veikin herji lítt á böm. Að vísu em tilvikin enn of fá til þess að nokkuð verði fullyrt um þetta, en óstaðfestar skýrslur benda til þess að ekkert af þeim hundruðum sjúklinga sem látist hafa af lungnabólgunni sé bam. Ein tilgáta, sem nýlega var birt í ensku læknariti, Lancet, er sú, að veiran sem slík drepi ekki fmmur í lungunum, en hún ráðist á ónæmiskerfi sjúklinga með þeirri afleiðingu að kerfið eyðileggi þessar fmmur. Þetta væri þá dæmi um svonefnt sjálfsónæmisviðbragð. Skýringin á því, hve vel böm þola veikina, væri sam- kvæmt þessu að ónæmiskerfi þeirra er enn að þroskast. Annað, sem rennir stoðum undir tilgáhma, er að alnæm- issjúklingar, sem lágu á sömu stofu á kínverskum spítala og menn með bráðalungnabólguna, tóku ekki veikina, og skýringin væri sú að ónæmiskerfi þeirra væri þegar lamað af völdum annarrar veim. The Ecommist, 3.-9. maí 2003: Good times, bad times. Örnólfur Thorlacitis tók saman. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.