Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 6
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 marka. Veltur allt á því, hvaða kröfur dýrin gera. Eftir því, sem kröfurnar eru vægari, eftir því á dýriö auðsóttara með út- breiðslu. En nú kemur annað stórvægilegt atriði til greina, en það er, hvaða skilyrði tegundin hefur til þess að auka heimkynni sitt. Flest spendýr eru, eins og kunnugt er, þannig úr garði gerð, að þau geta farið langa vegi á hlutfallslega stuttum tíma, og breytt þannig um bústað eftir því, sem kjörin krefjast, eða aukið heimkynni sitt. Á hinn bóginn eru líka til spendýr, sem eru mjög bundin ákveðnum kjörum, þannig letidýrið, sem einungis getur lifað í skógum. Fyrir það eru sléttur eða opin lönd alveg óvinn- andi tálmanir. Eins eru mikil vötn eða sær römmustu víggirð- ingar flestum spendýrum, því fæst þeirra geta synt meira en fimmtán til tuttugu kílómetra án þess að gefast upp. Á hinn bóginn eru firðir, flóar og jafnvel breið höf, engar verulegar tálmanir fyrir leðurblökur, flesta fugla og mörg skordýr, en aftur geta miklir fjallgarðar stemmt stigu fyrir ferðum þessara dýra. Fyrir mörg önnur dýr eru fjallgarðar aftur á móti fyrir- taks brýr frá einum stað á annan, eins og til dæmis Andesfjöllin í Suður-Ameríku, því í hlíðum fjallanna skiptast á ýmiskonar loftslagsbelti eftir hæð, svo að dýrategundirnar geta ferðazt á milli fjarlægra staða einmitt í því loftslagi, sem hæfir þeim bezt. Dýr, sem lifa í vötnum, eru vanalega mjög staðbundin, og eiga erfitt með að komast úr einu vatnskerfi í annað. Undan- tekning eru þó fiskar, sem geta gengið í sjó, og þaðan komizt upp í önnur vötn, ef til vill fjarlæg þeim, sem frá var horfið. Mörg dýr nota ferðafærni sína til þess að skipta um bústað eftir árstíðum, þannig til dæmis hvalirnir, eða læming- inn, sem hefst við í norrænum háfjöllum Skandinavíu, en flyt- ur sig ýmist hærra upp í fjöllin, eða alla leið út að ströndum. Þá má ekki gleyma farfuglunum, sem ferðast milli fjarlægra landa, verpa á einum stað, á vorin og sumrin, en leita sér nær- ingar á allt öðrum stöðum á öðrum árstíðum. Til er fjöldinn allur af farfuglum bæði á suður- og norðurhveli jarðar, en allt- af er ferðunum þannig háttað, að varpstaðirnir eru nær heim- skautunum, en vetrarlandið nær miðjarðarlínu. Á meðan á ferð- unum stendur, er allt af stillt svo til, að ferðin liggi um staði, sem líkjast varpstöðvunum að landslagi. Þá eru þess fjölmörg dæmi, að dýrin geta aukið heimkynni sitt án þess að hreyfast úr stað sjálf, með því að nota dauða hluti eða lifandi verur sem farartæki. Á ýmsum stórum erlendum ám,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.