Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llll■ll■■llllllllllllllllllllllll■lllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■llllllllllllll■llllllllll þaðan suður á bóginn, að minnsta kosti annar þeirra. Báðir voru þeir mjög sérhæfðir í lifnaðarháttum og skapnaði, í öðrum flokkinum voru mestmegnis naglfetar, það er að segja dýr, líkt og hestar, sem gengu aðeins á nöglinni eða yzta lið tárinnar og voru ágæt til hlaupa, en í hinum flokkinum voru stórar og klunnalegar tegundir, sem voru táfetar eða ilfetar. Báðir þessir ættbálkar virðast hafa staðið með miklum blóma mikinn hluta Nýju aldarinnar, en nú eru þeir ekki lengur til, þeir hafa dáið fyrir eða um ísöld. Margir hafa komizt þannig að orði, að Suður-Ameríka væri paradís fuglanna, enda er það varla ofsögum sagt. Það er óhætt að segja að hvergi í heiminum er meira um fugla né fjölskrúð- ugra fuglalíf en einmitt "þar. Og þar við bætist að flestar þær tegundir, sem þar eiga heima, og þær eru ekki fáar, eru stað- bundnar Nýja ríkinu, og því hvergi til nema þar. Fæstum af fuglum þessum hafa verið gefin íslenzk nöfn, enda ætla ég ekki að reyna það, heldur mun ég aðeins nefna nokkra ættbálka, og nota þau nöfn, sem algengust eru á heimsmálunum. Þar eru hinir litfögru trúpíalfuglar, þar eru hinir svonefndu tangarar í hundruðum tegunda, þá er ekki minna um fugla þá, sem nefn- ast harðstjórafuglar og maurflugufuglar, og sízt má gleyma bjöllufuglunum, sem svo eru nefndir vegna hinna skæru tóna sinna. Þar er einnig mikið af trjáspætum, sumar þeirra eru merkar að því leyti, að þær byggja sér mjög vönduð hreiður úr leir, að því leyti frábrugðin hreiðrum annara fugla, að í þeim eru ekki aðeins eitt hólf ,heldur tvö. Enn má nefna piparfugl- ana, þeir hafa gríðarstóran gogg, og hina heimsfrægu kólibrí- fugla, sem eru minnstir vexti allra fugla, og um leið einhverjir fegurstu fuglar heimsins, af þeim eru taldar um fimm hundruð tegundir í Suður-Ameríku, en utan Nýja ríkisins er sárafátt um þá. Þar eru páfagaukar ekki síður en í Ástralíu, en allt aðrar tegundir en þær, sem þar eru. Þær hafa ekki fjaðurbrúsk á höfði, eru sjaldan gular eða hvítar á lit, heldur skarta í sterk- um, gulum, bláum og rauðum litum. Stélið er mjög langt. Þar er einnig mikið um gamma, meðal annars er þar einhver stærsti núlifandi fugl heimsins, það er gammur, sem heitir kondór, og lifir í Andesfjöllunum. Þá má telja stóra, brúna pelikana, flam- mingóa, endur, hænsnafugla af ýmsum tegundum, kalkúna og við þær strendur álfunnar, sem syðst eru og kaldast er, eins og til dæmis við Eldlandseyjarnar, eru mörgæsir. Þess er áður get-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.