Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 46
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiimiiimiiiiiiiiimmiiiiimiiimiiimmimimimimimiiimimmiimiiiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiimmmimiimmiiiiiiiiiim þrifizt hér, og eigi heldur spætur, eða að minnsta kosti mjög naumlega. Áður á tímum hafa lifað pokadýr bæði í gamla og nýja heim- inum, meira að segja í Evrópu. Þangað hafa tegundirnar komið eftir landbrú þeirri, sem lá yfir Atlantshafið frá Suður-Ameríku til Miðjarðarhafslandanna. Pokadýrin í Evrópu og annars staðar í gamla heiminum eru löngu útdauð, af þeim eru engin merki eftir nema leifarnar í jarðlögunum, en í Norður-Ameríku er enn þá til eitt dýr af þessum stofni, það heitir ópossum, skinnið af því er mjög verðmætt og notað í feldi. Aðrar tegundir, sem áður lifðu í Norður-Ameríku, eru nú úr sögunni fyrir löngu. Á hinn bóginn eru nokkrar tegundir af skordýraætum til bæði vestan hafs og austan, og hefir hvor heimsálfa sínar eigin teg- undir, enda þótt skyldar séu. Þannig eru snjáldurmýs í báðum heimsálfunum, vatnasnjáldurmýs líka, sem og moldvörpur, en einmitt á þeim og vatnasnjáldurmúsunum er talsverður munur á vestrænu og austrænu tegundunum. Á hinn bóginn er til nokk- uð stór skordýraæta í fjöllum suður- og austurevrópu, sem ekki er til í Ameríku, en aftur á móti hefir nýi heimurinn tegundir, sem til þessa flokks teljast, og hvergi eru nú til nema þar, á eyj- unni Kúba, og svo á Madagaskar. Talsvert er af leðurblökum víðsvegar um svæðið, en þær telj- ast flestar til ætta, sem eru dreifðar svo að segja um allan hnött- inn. Flestar lifa þær á skordýrum, en þó eru til einstöku teg- undir í Sýríu, sem lifa á aldinum. Athugavert er það, að enda 16. mynd. Snæhéri (Lepus timidus). 55—60 cm. á lengd.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.