Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
tiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiimiimmiiiiiimmmimiimimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiu
sagt, lundur af venjulegri kvenkyns blæösp. En þau tré eru tölu-
vert lægri en risaaspirnar, þótt aldurinn sé hærri, og eru auk
þess miklu kræklóttari. Og í nágrenninu eru fimm aðrir aspa-
lundir, allir með álíka trjám; en auk þess er hver lundur mjög
lítill og í mesta lagi sextán fullvaxin tré.
Sprotar af vanalegri ösp (vinstra megin) og risaösp (til hægri).
Risaöspin getur því auðsýnilega af sér bæði fleiri og sterk-
byggðari rótarsprota en blæöspin sjálf, en auk þess er hún lík-
lega færari í samkeppninni um ljósið við önnur skógartré, því
að hún vex í miðjum skógi, þar sem venjulega blæöspin vex að-
eins í útjöðrunum.
Það, að fleiri en einn blæaspalundur er í skóginum, þar sem
risaöspin fannst fyrst, skaut strax loku fyrir, að hinir góðu eig-
inleikar hennar væru hinum góða basaltj arðvegi þarna að þakka,
7*