Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 56
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN . 1111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 en sú hugsun freistaði strax ýmissa leikmanna. En sérfræðingn- um hlaut strax að detta í hug, að risavöxtur þessara aspa væri vegna þess, að hærri litþráðatala væri í frumukjörnum hennar en í frumum hinnar venjulegu aspar. Og við nánari athugun kom í ljós, að svo var. Bosjöklaustur stendur við hið svonefnda Hringvatn á Skáni sunnanverðum, en það er einn þeirra staða, sem náttúrufræð- ingar Suður-Svíþjóðar snúa flestum ferðum sínum að. En það, að rispaöspin skyldi ekki hafa vakið athygli þeirra fyrr, er án efa vegna þess, að fræðin um fjölgun litþráðanna og áhrif henn- ar er glæný vísindagrein, sem hefir að mestu leyti verið sköpuð í Svíþjóð og Danmörku hin síðustu ár. Ein af niðurstöðum þeirra fræða er, að hærri litþráðatala, sérstaklega innan sömu tegund- ar eða ættkvíslar, veldur yfirleitt kröftugri byggingu, stærri líf- færum og hraðara vexti, eða gerir, með öðrum orðum, jurtina risavaxna og meiri að öllum vöxtum efnisins. Þetta hefir fengizt staðfest smátt og smátt innan fjölda plöntuættkvísla, jafnt jurt- kenndra sem runna og trjáa, og auk þess leitt til kerfisbundinna kynbóta með margföldun litþráðatölunnar á marga misjafna vegu. Risavöxturinn hjá öspinni er einkum áberandi vegna þess, hve mjög hún breiðist út með rótarsprotum, svo að ein fræplanta með margfaldri litþráðatölu getur myndað heila lundi af sams- konar risaösp smátt og smátt. Haustið 1935 voru nokkrir rótarsprotar teknir af risaöspinni og þeim komið fyrir í gróðurhúsum í Svalöf. Og þegar nýar ræt- ur fóru að vaxa á þeim, voru þær teknar og litþræðirnir taldir í frumum þeirra. — Það er nefnilega auðveldast að telja litþræð- ina í þverskurðum af vaxandi rótarbroddum. — Og þar kom í ljós strax, að litþráðatalan er triploid, þ. e. a. s. þreföld á við það, sem er í venjulegum kynfrumum blæaspanna, og að fjöldi litþráð- anna er 57 (eða 3 X frumtalan 19), en venjulega blæöspin er með 38 litþráðum (eða 2 X 19)- Rótarsprotar risaaspanna eru sérstaklega athyglisverðir. Blöð- in á rótarsprotum blæaspanna eru fyrsta sumarið talsvert stærri og öðru vísi að lögun en blöðin á eldri greinum trésins. En rótar- sprotar risaasparinnar bera enn miklu stærri blöð. Og auk þess verða þeir allt að því tveir og hálfur metri á hæð fyrsta sumarið og hér um bil sjö sentimetrar í ummál við jörð. Þannig kemur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.