Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 101 •iiiiimmmimmiiiuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii hinn hraði vöxtur og mikla efnisaukning strax í ljós á fyrsta æfiári trésins. Og öll líffæri risaasparinnar eru stærri og sterkbyggðari en sömu líffæri hinnar venjulegu blæaspar. Blöðin eru ekki aðeins miklu stærri, heldur líka þéttari og þykkari og dökkrauð að lit. Brumin eru talsvert stærri og eins blómin og blómstönglarnir. Blaðtennurnar stækka og breytast á sérstakan og einkennandi hátt, biaðstönglarnir eru lengri og miklu þykkari o. s. frv. Og blaðmagnið er meira og samfelldara en hjá beztu þekktum blæ- aspastofnum. Hægra og vinstra megin á myndinni eru sýnd blöð af risaösp, en í miðju eru blöð af vanalegri ösp. Hinn hraði vöxtur og aukna efnismagn trésins gerir það að verkum, að sama trjámagn fæst á miklu skemmri tíma en fyrr. En orsök hins hraða vaxtar er sú, að þegar litþráðunum fjölgar, stækkar kjarni hverrar frumu og síðan fruman sjálf í sama hlut- falli, að því er virðist. Og ef frumurnar skipta sér með sama hraða og frumur blæasparinnar, hlýtur það að leiða til hlutfalls- lega hraðari vaxtar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.