Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 iiimiiiiiiiimiiiimiiiiimiiiiiiimiimiiiimmiiiiimmiiimiiiiiiiiimiiiiiiMimmiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiiiiiiimiiimiiiii ar tegundir trjáa séu ef til vill heppilegri í slík nytajaverk. En eitt er víst: Risaöspin er merkasti gesturinn, sem enn hefir kom- ið í gróðurríki hinna íslenzku trjátegunda, ekki aðeins vegna þess, að hún er líklegust til stórræðanna, heldur líka af því, að hún hefir vísað veginn til að kynrækta ýms innlend og erlend tré, svo að þau geti myndað skóga til skjóls og skrauts á okkar hrjóst- uga landi. Og með því hefir hún líklega valdið tímamótum í sögu íslenzkrar skógræktar og væntanlega flýtt mjög fyrir því, að hinn gamli og fagri draumur fólksins á litlu eyjunni norður í höfum um skógi klæddar hlíðar og laufgræna dali verði að fögrum og heillandi veruleik. Áskell Löve. Myndirnar eru úr Ingve Melander: „A New Giant Populus tremula in Norrbotten", Hereditas 1938. Hreiður í hrútshorni. Einu sinni, síðastliðið vor, þegar ég var úti um móa að eltast við hana Móhosu mína og lömbin hennar, flaug upp grátitlingur úr þúfu. Ég athugaði staðinn, sem hann flaug upp af, og fann þar hreiðrið hans. En sú nýjung var þarna í hreiðurgerð, sem ég hefi aldrei áður vitað hjá grátitlingi. Þarna í þúfunni lá gamalt horn af fullorðnum hrúti, gróið í mosann og var slóin fyrir löngu dottin úr því. Innan í slóholuna var hreiðrið fléttað. Eggert Reinholt (13 ára).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.