Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 68
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIIIIIIIIIIIIII111111.II111111111111111 ■ I ■ II1111111111111111111111111111111111111111111111111II111111111II1111111II111II1111111 11 ■ 111IIIIIIII1111 Langdegisjurtin salat ræktuð við 5, 7, 12, 19 eða 24 birtutíma í sólarhring. Skammdegisjurtin Salvia splendens ræktuð á sama hátt. Sjá muninn. Að jafnaði eru norðlægar tegundir langdegisplöntur. Svo er um spínat, vorsalat og hreðkur (radísur). Þeim hættir við að hlaupa í njóla um hásumarið. Þetta er ekki eingöngu vegna hit- ans. Því ef dagurinn er styttur, þ. e. skyggt á plönturnar, um hásumarið frá kl. 16—17 til 8—9, þá bera þær aðeins blaðhvirf- ingar en engin blóm, þótt hitinn sé látinn vera jafnmikill og áður. Neðanjarðarhlutar plantnanna vaxa mest þegar dagurinn er 12 tímar eða minna. Hreðkutegund var látin fá 7 tíma birtu á dag í 6 mánuði. Þá var hreðkan orðin 12 cm. að þvermáli. Hreðkur, sem fluttar voru suður í hitabelti (Madagaskar) urðu líka risavaxnar, ekki vegna hitans, heldur vegna hins stutta dags.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.