Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 72
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Sandhverfa við Austfirði. Bréf það, sem ég leyfi mér að birta hér á eftir, er frá lír. Sig- finni Vilhjálmssyni, Hátúni, Neskaupstað. Vil ég þakka honum fyrir þær upplýsingar, sem í bréfinu felast og óska þess, að sem flestir mættu hafa augun opin fyrir hverju því, sem kann að virðast nýstárlegt, hvort heldur er eitthvað óvenjulegt við afla- brögð, nýjar fiskitegundir o. þ. h. Væri æskilegt að upplýsingar um slíka hluti væru sendar Náttúrugripasafninu, Náttúrufræð- ingnum, Atvinnudeild Háskólans, eða öðrum aðiljum, sem héldu þeim til skila. Til viðbótar því, sem sagt er um sandhverfuna í bréfi Hr. Sig- finns, vil ég geta þess að ég hefi séð sandhverfu sem veiddist á vetrarvertíð í botnvörpu í Jökuldjúpi. Hér við land hefir þá sand- hverfa veiðst í hlýja sjónum frá Snæfellsjökli og Vestmannaeyj- um (sjá „Fiskana" bls. 311) og nú einnig í kalda sjónum á Vaðla- vík við Gerpi. Um þetta síðastgreinda segir Sigfinnur Vilhjálmsson þetta: Sandhverfa. „Það er tilefni þess að ég skrifa yður þessar línur, að ég und- irritaður veiddi kolategund, sem að minni hyggju er afar sjald- gæf hér við austurströndina að minnsta kosti. Ég sýndi fjölda mörgum sjómönnum kola þennan en enginn þekkti. Svo leitaði ég í „Fiskunum" og þá reyndist þetta vera svokölluð Sandhverfa, eða öðru nafni „Kjörtuflóki", sem höfundur segist sjálfur hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.