Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 1938, Side 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117 .iiimiimiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiMiiiimmMmmmiiimiiiiimiimiimmmimimmimmmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiii skýrt hann. Það sem kom mér til að láta yður vita um fisk þennan, var það, að dr. Bjarni Sæmundsson segir í bók sinni Fiskunum, að lifnaðarhættir fisks þessa séu ókunnugir hér við land og hafi aðeins nokkrir fiskar veiðst við Vestmannaeyjar og Faxaflóa og einn á lóð í Grindavík. Koli þessi veiddist 31. ágúst s. 1. á Vaðla- vík við Reyðarfjörð á 40—50 m. dýpi (20—25 föðmum). Þungi fisksins reyndist vera 1,3 kg. Að minni hyggju, þá finnst mér sjálfsagt að láta vita af því, er sjaldgæfur fiskur veiðist, ef ske kynni að það væri eitthvað á því að græða hvað fiskifræðina snertir". Á. F. Köttur fóstrar hrossagauksunga. Á Hæli í Flókadal, Bf., var nýlega, samkv. sögn bóndans þar, Guðm. Bjarnasonar, lógað kettlingum, sem köttur þar á bænum ól í útihúsi, og enginn skilinn eftir. Hefir vesalings kötturinn eflaust saknað afkvæma sinna sárt og jafnframt þurft að losna við mjólkina, sem enginn var nú til að hirða. Ráðalaus varð kisa samt ekki, enda þótt ráðið yrði ekki neitt þjóðráð: Næsta dag sást hún koma utan úr mýri með hálfvaxinn hrossagauksunga í munni sér og fara með hann í bæli sitt í útihúsinu, og við nán- ari athugun sýndi það sig, að unginn var lifandi, heill og óskadd- aður, enda var það ekki ætlun kisu að leggja hann sér til munns heldur hitt, að taka hann sér í afkvæmis stað og leggja hann á spena; en henni veitti erfitt að fá hann til að þýðast sig, því að hann var hvorki ólmur í kattarmjólk, né réttvel mynntur til þess að ná henni (sjúga) og fékk hinsvegar ekki sína kjörfæðu: smá- orma og lirfur, sem kisa kunni ekki að afla. Leiddist honum því lífið og vildi komast burt, enda þótt kisa væri honum hin bezta og reyndi að aftra honum frá því, með því að bera loppuna, en mjög varlega, fyrir hann, þegar hann vildi brölta af stað. Samt fór svo, að hún gafst upp við það, svo það varð að stytta honum aldur, til þess að hann yrði ekki hungurmorða. Það mun vera sjaldgæft, að köttur afneiti rándýrseðli sínu á þenna hátt og láti móðurástina og þörfina á því að losna við mjólkina vega meira en löngunina í lostæta fæðu. B. Sæm.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.