Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 76
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiiimiimnmiiiiimimiiiiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiimimiimiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiit til fulls. Þá verða hinir „síamesísku tvíburar“ til, eða tvíburar, sem eru vaxnir saman á litlum hluta líkamans. Og ef skiptingin er enn ófullkomnari, verða til vanskapnaðir, sem deyja þegar á fósturskeiði eða rétt eftir fæðinguna, allt eftir stigi skipting- arinnar. Tvíeggja tvíburar verða til, ef tvö egg losna samtímis frá egg- legunum, og frjóvgast af tveim sáðfrumum. Þeir eru auðvitað mismunandi að erfðaeiginleikum sínum og líkjast ekki meir en venjuleg systkini, enda eru þeir í raun og veru aðeins jafngömul systkin. Og þeir geta verið af ólíkum kynjum. Þekktustu tvíeggja tvíburar eru líklega þeir Esaú og Jakob. Þeir voru ekki aðeins ó- líkir ytra, heldur einnig í lund og öðrum andlegum eiginleikum. Esaú var veiðimaður, ruddalegur, opinskár og vanstilltur, Jakob var fjármaður, falskur, brögðóttur og hinn mesti hrekkjalómur og óþokki. Ef til vill er ekki úr vegi að nefna það, að af þeim löndum, er birta skýrslur um tvíburafæðingar, hafa Norðurlönd hæsta hundr- aðstöluna. I Noregi eru t. d. 1,47% allra fæðinga fleirburðir, í Þýzkalandi er hundraðstalan 1,25, í Italíu 1,13 og enn lægri í Grikklandi, Brasilíu og Japan. Og samkvæmt norskum skýrslum fæddust á árunum 1921—’30 samtals um 550,000 börn. Af þeim voru 8000 tvíburafæðingar, 70 þríburar og 3 fjórburar. Hinir frægu kanadisku fimmburar eru einstakir í sinni röð; eins og mönnum er kunnugt, eru það allt stúlkur, sem lifa að því er virð- ist ágætis lífi undir stjórn læknis. Engin rök mæla gegn því, að þríburar geti verið eineggja. Á fyrstu stigum fóstursins getur fósturvísirinn fyrst skipzt í tvennt, og annar helmingurinn síðan skipt sér strax á eftir. Þannig verða til þrír nákvæmlega eins einstaklingar. En allir þríburar eru ekki eineggja. Þeir geta orðið til úr þrem eggjum, sem losna samtímis frá eggleginu og frjóvgast af þrem sáðfrumum, eða þeir geta verið úr tveim eggjum, þannig, að annað hefir skipt sér í tvennt, en hitt þróazt óskipt áfram. — Hjá fjórburum verður auðvitað allt enn flóknara, en sömu reglur gilda auðvitað líka þar. Af rannsóknum tveggja norskra kvenna, prófessors Kristínar Bonnevie og dr. Áslaugar Sömme, sem hafa athugað tvíburafæð- ingar innan fjölmargra, stórra ætta, er fullsannað, að að minnsta kosti tvíeggja tvíburafæðingar eru ættgengur eiginleiki, eða með öðrum orðum, mæðurnar hafa ættgenga hneigð til þess, að tvö egg losni samtímis frá eggleginu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.