Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 79
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 iiiiimiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimiimimmiiiiimiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiiit eggja, tilheyrðu ætíð báðir tvíburarnir sama blóðflokki og höfðu sömu blóðeinkenni að öllu leyti. En hjá þeim tvíeggjuðu var sami munur og meðal venjulegra systkina. Af þessum og öðrum álíka rannsóknum er það svo örugglega staðfest, að eineggja tvíburar eru ætíð eins að öllum erfðaeigin- leikum sínum, að óhætt er að fullyrða, að mismunur tveggja ein- eggja tvíbura stafar ætíð af einhverjum ytri áhrifum. Þau áhrif geta auðvitað verið ýmiskonar. Til dæmis verkar vafalaust bar- átta fóstranna um rúm og næringu í móðurkviði, eigi hvað minnst breytandi á einstaklingana, og oft deyr annar þeirra þar eða við fæðinguna. Við fæðinguna eru tvíburarnir venjulega litlir, annað- hvort báðir eða annar. Eineggja tvíburar geta verið jafn misstórir við fæðinguna og tvíeggja, en sá mismunur hverfur fljótt, er þeir fara að vaxa og dafna. Og á skólaárunum eru tvíburar ekki lakari en jafnaldrarnir, hvorki hvað andlegum né líkamlegum þroska viðvíkur. Flestir tvíburar eru í foreldrahúsum þar til þeir hafa lokið skólagöngu sinni, svo að þar til eru hinar ytri aðstæður að mestu leyti eins hjá báðum. Að skólaárunum loknum verða aðstæður hinna tvíeggja oftar mismunandi en þeirra eineggja, því að hinir síðari velja sér oft sama lífsstarf og búa jafnvel saman áfram. Eineggja tvíburar hafa oftast sama smekk, þeir eiga sömu vini og — verða oft ástfangnir af sömu persónu, en það getur oft leitt til hinna mestu vandræða. Tvær eineggja tvíburasystur komust þó hjá öllum slíkum vandræðum með því snjallræði, að giftast bræðrum, sem voru líka eineggja tvíburar. Og síðan hafa þau öll búið saman í sama húsi. Bæði hjónin eiga börn, sem eru í raun og veru líffræðilega séð ekki frændur og frænkur, heldur systkin. Feðurnir eru nefnilega eins frá sjónarmiði erfðafræðinn- ar, og mæðurnar líka. Hjónaband milli systkinabarna er löglegt víða um heim, en í tilfelli eins og þessu er hjónaband meðal barna úr báðum f jölskyldunum varla leyfilegt, af því að slíkt væri í raun og veru systkinagifting! Annað skemmtilegt dæmi um eineggja tvíbura segir frá tveim mönnum, sem voru vanir að gefa hvor öðrum afmælisgjafir hvert einasta ár, — en allt af var gjöfin sú sama frá báðum. Eitt sinn ákváðu þeir að leika hvor á annan og keyptu því í laumi hvor sinn sjaldgæfa hlut. Svo kom afmælisdagurinn, báðir komu með pakkana, en þegar þeir leystu utan af gjöfunum, voru þær — nákvæmlega eins!

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.