Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 5
I'INNUR CIUÐyIUNDSSON:
Fuglanýjungar III.
Skýrsla fyrir árin 1942 og 1943
Skýrsla þessi er áframhald af eldri skýrslum um sama efni (Fugla-
nýjungar I og II), sem áður liafa komið út í Náttúrufræðingnum. Hér
verða dregnar saman í eina heild allar þær upplýsingar, sem mér
hefur tekizt að afla um nýja eða sjáldgæfa fugla, sem vart liefur orð-
ið við hér á landi á árunum 1942 og 1943. Skýrslan er nteð sama
sniði og hinar fyrri skýrslur. Gagna lief ég fyrst og fremst aflað með
því, að ég hef stöðugt staðið í sambandi við menn víðs vegar um
land, sem hafa látið mér margvíslegar upplýsingar í té um þetta efni.
Auk þess hef ég veitt móttöku og ákvarðað alla fugla, sem Nátt-
úrugripasafninu liafa áskotnazt á þessu tímabili.
Tegundir þær, sem taldar eru hér á eftir, eru 41 að tölu. Af þeim
eru 5 nýjar fyrir ísland, en hinar eru meira eða minna sjaldgæfar
hér á landi. Hinar nýju tegundir eru rósafinka, gultittlingur, strand-
tittlingur, söngþröstur og fagurgali. í Fuglan. I var getið 8 tegunda
og í Fuglan. II 5 tegunda, sem voru nýjar fyrir ísland. Á síðastliðn-
um 6 árum (1938—1943) hafa Jjví 18 nýjar fuglategundir heimsótt
landið, ýmist einu sinni eða oftar. Eins og í hinum fyrri skýrslum
eru hér ýtarlegar lýsingar á útliti og lífsháttum hinna nýju tegunda,
sem ekki liefnr verið getið áður á íslenzku. Auk þess fylgja myndir
af þeint öllum nema fagurgalanum, en mér tókst því miður ekki
að ná í mynd af honum. I skýrslunni merkir h karlfugl og ? kvenfugl.
Að endingu vil ég leyfa mér að flytja þakkir mínar öllum þeim,
sem hafa lagt skerf til fuglarannsóknanna síðastliðin tvö ár eða á
einn eða annan hátt hafa stuðlað að því, að skýrsla Jjessi gæti orðið
sem fullkomnust.
1. Kráka — Corvus corone cornix L.
Á Hofsnesi í Öræfum sást kráka 13. 6. 1943 (Sigurður Björnsson),
og á Fagurhólsmýri í Öræfum sást kráka 20. 9. 1943 (Hálfdán Björns-
son).