Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 48
I 50 N ÁTT Ú RUF RÆÐINGURINN
I. Landselur (l’Iioca vitulina L.) 2. VöSuselur (Phoca groenlandica L). Brimill.
Hjort og Knipowitch.
ur vera í 7 sýslum. Þetta er þá hnignunin á rúmum 200 árum síð-
ustu. Unt liitt, hversu miklu rýrnun hennar nemur frá 874 til 1700,
verður ómðgulegt að vita, en vissulega mun hún vera mikil. Þessi
gæðin hafa sem önnur gengið til þurrðar þann tímann sem Itinn
síðari.
Selurinn hefur verið og er veicldur með ýmsu rnóti, en með nokkr-
um frétti má telja aðalveiðiaðferðirnar fjórar, 1. uppidráp, bæði á
landi og á ís; 2. veiði með skutli; 3. veiði með nótum og 4. veiði
með skotum.
Uppidrápið hefur verið rækt þar, sem nokkur skilyrði voru til
þess, því að það er kostnaðarminnsta, einfaldasta og um leið frum-
legasta veiðiaðferðin; ekki annað en taka sér rekakefli í hönd til að
rota selinn með. Hafa þá minni selategundirnar og kópar þeirra
stærri fyrst orðið fyrir barðinu, en brátt hafa menn fært sig upp á
skaftið, eftir því sem leikni og hættur vopnabúnaður gaf tilefni til,
og fullkomnast var uppidrápið, þegar stórir selir og rostungar voru
lagðir til bana með spjótum eða beitt á þá höggvopnum, eins og
fyllilega má gera ráð fyrir, að átt hafi sér stað. Gefur saga Bjarnar
Hítdælakappa það í skyn, að vopn liafi verið borin á seli hér á landi