Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 26
128
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
25. s. m. sáust þar 3 svartþrestir. Loks sást þar svartþröstur 20. nóv.
(Háli'dan Björnsson).
19. Grábrystingur — Phoenicurus ochrurus gibraltariensis (Gm.)
Hinn 7. apríl 1940 sá Hálfdan Björnsson fugl á Kvískerjum í Ör-
æfum, sem hann telur, að hafi verið grábrystingur. Segir Hálfdan,
að hann hafi verið á stærð við gulbrysting, grásvartur að framan, ljós-
leitur að neðan, og gulrauður á yfirstélþökum og stéli. Hann hafi ver-
ið kvikur í Iireyfingunr og verið að reyna að setjast á bæjarþilin og
lrafi þá breitt út sitt fagurrauðgula stél. Eftir þessari lýsingu að dænra,
tel ég lítinn vafa á, að unr grábrysting liafi verið að ræða. Upplýs-
ingar um þennan fugl fékk ég ekki fyrr en efir að Fuglan. II voru
komnar í prentun.
20. Fagurgaii — Luscinia cailiope (Pall.)
Hinn 8. nóv. 1943 flaug óþekktur smáfugl inn í útihús á Kví-
skerjunr í Öræfunr. Fugl þessi náðist, og hefur Hálfdan Björnsson
á Kvískerjunr sent liann Náttúrugripasafninu. Við athugun á fuglin-
um konr í ljós, að unr þessa tegund var að ræða. Mál fuglsins voru
þessi: Vængur 76.0, stél 60.5, nef frá kúpu 16.4, rist 30.4, miðtá-þ
kló 19.0 og kló 4.4 nrm. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað, en liturinn
sýnir, að þetta hefur verið fullorðinn karlfugl.
Tegundin er ný fyrir ísland. Á ensku er hún kölluð Ruby-Throat
eða Siberian Ruby-Throat. Með tilliti til hins skrautlega útlits karl-
fuglsins og nána skyldleika við næturgalann (sjá síðar) mætti kalla
hana fagurgala á íslenzku. Árna Friðrikssyni, mag. scient., ber heið-
urinn af nafngiftinni.
Varpheimkynni fagurgalans ná frá Permlréraði í Rrisslandi unr
Síbiríu austur til Kanrtsjatka, Mongólíu og Norður-Kína. Einnig
er hann varpfugl á Beringseyju og Kúrileyjum. Hann er farfugl,
sem leitar á vetrunr til Indlands, Suður-Kína, Hainan, Fornrosa, Riu-
Kiu-eyja og Flipseyja. í Japan er hann aðeins þekktur senr farand-
farfugl. Auk þess, sem fagurgalinn er varpfugl í Permlréraði við aust-
urlandamæri Rússlands, hefur hans orðið vart í Viatkahéraði og í
héruðunum Uf’a og Orenburg í Úralfjöllum. Ennfremur lrefur lians
orðið vart í Kákasus, á Ítalíu (4) og í Suður-Frakklandi (2).