Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
133
31. Taumönd — Anas querquedula L.
Jóhannes Sigfinnsson á Grímsstöðum við Mývatn liefur tjáð mér,
að liann hafi séð þar taumandarsteggja 3. júní 1943. Segir Jóhannes,
að fuglinn hafi verið í fylgd með rauðhöfðahjónum og hafi hann
verið mjög áleitinn við rauðhöfðaöndina, elt hana á pollum og á
flugi, en rauðliöfðastegginn liafi reynt að verja hana. Gekk á þessu,
meðan Jóhannes sá til þeirra, og komu þau oft mjög nærri honum.
Ekki sá Jóhannes taumandarsteggjann nema í þetta eina sinn.
32. Hringdúfa — Columba palumbus palumbus L.
1942: Björn J. Blöndal, bóndi í Laugarholti í Borgarfirði, hefur
sent Náttúrugripasafninu hringdúfu, sem hann skaut 6. ágúst í Lang-
holti. Sást dúfan þar fyrst 31. júlí og síðan öðru livoru þar og í
Laugarholti, senr er nýbýli úr Langholtslandi, þar til hún var skotin.
Mál hennar voru þessi: Vængur 255.0, nef 19.5, rist 32.5, miðtá-J-kló
40.3 og kló 9.4 mm. Kyn fuglsins var ekki ákvarðað. Á Kvískerj-
um í Öræfurn sást hringdúfa 18. maí. Hún sást aðeins Jrennan eina
dag (Hálfdan Björnsson).
1943: Á Láganúpi í Kollsvík, V.-Barð., sást hringdúfa 29. maí.
Dvaldi lnin Jrar til 15. júní og liélt sig mest á túninu og leitaði ætis í
áburði (Ingvar og Össur Guðbjartssynir).
33. Turtildúfa — Streptopelia turtur turtur (L.)
Hinn 25.sept. 1943 skaut Hálfdan Björnsson turtildúfu á Kvískerj-
um í Öræfum og hefur gefið hana Náttúrugripasafninu, Turtildúfa
þessi sást fyrst á Kvískerjum 15. sept., en hún var svo stygg, að nær
ómögulegt var að komast nærri henni. Mál hennar voru Jressi: Væng-
ur 169.0, stél 107.0, nef 15.0, rist ?, miðtá-J-kló 26.6 og kló 6.6 mm.
Kyn var ekki ákvarðað.
34. Stóri spói — Numenius arquata arquata (L.)
1942: Samkv. upplýsingum frá Birni Guðmundssyni, Lóni í
Kelduhverfi, var skotinn stóri spói í Leirhöfn á Sléttu 11. febrúar.
Var fuglinn sendur Birni, en hann lét Kristján Geirmundsson á Ak-
ureyri fá hann. í fylgd með Jressum fugli voru 4 aðrir fuglar, sömu