Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 14
] 16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
meira áberandi. Ungfuglarnir fella fjaðrir á tímabilinu júlí-okt. og
klæðast þá 1. ársbúningi.
Unt varptímann heldur gultittlingurinn sig í alls konar graslendi,
þar sem völ er á kjarri, limgirðingum, ungskógarlundum o. s. frv.
Ennfremur er hann oft á lyng- og kjarrheiðum. Hins vegar sneiðir
hann hjá stærri, samfelldum skóglendum. Hann er varpfugl bæði á
láglendi og til fjalla. Á haustin og veturna heldur liann sig oft í hóp-
um á ökrum og í kringum mannabústaði. Hreiðurstað velur hann
sér í kjarri vöxnum bökkum meðfram vegum og skurðum, í limgerð-
um, trjáræktarstöðvum eða á öðrum svipuðum stöðum. Stundum er
hreiðrið alveg niðri í jöi'ðu, en oftar þó í allt að \/2 m- °g ein-
staka sinnum jafnvel í allt að 3 m. hæð frá jörðu. Hreiðrið er gert
úr stráum, visnuðum blöðunr, rótartægjum, stundum einnig mosa
og skófum, og snoturlega fóðrað innan með fíngerðari stráum og
hrosshári. Eggin eru 3—5, hvít- eða Ijósleit nreð gráum, rauð- eða
bláleitum blæ, öskugráum skurnlrlettum og þéttum brúnum eða
brúnleitum dílum og kroti. Allavega hlykkjótt, svört eða brún strik
mynda auk þess eins konar netflækju á digra enda eggsins. Gultittl-
ingurinn verpur venjulega tvisvar á surnri og nær varptíminn frá því
í apríl og þangað til í júlí. Foreldrarnir skiptast á um að liggja á
eggjunum, en ]dó á kvenfuglinn meiri þátt í útunguninni. Útung-
unartíminn er 12—14 dagar, og eftir álíka langan tíma verða ung-
arnir fleygir og yfirgefa Iireiðrið. Bæði hjónin afla fæðu handa ung-
unum og mata þá, rneðan þeir eru í hreiðrinu, og einnig fyrst eftir
að þeir hafa yfirgefið það. — Fæða gultittlingsins eru alls konar fræ
og korn, ber o. fl. úr jurtaríkinu (70%) og ennfremur skordýr og
köngullær, sniglar o. fl. úr dýraríkinu (30%). Á veturna leitar hann
sér mikið ætis í hrossataði á vegurn og götum.
10. Sportittlingur — Calcarius lapponicus lapponicus (L.)
16. maí 1943 sá Hálfdan Björnsson fugl á Kvískerjum í Öræfum,
sem hann telur víst, að hafi verið sportittlingur. Samkvæmt lýsingu
á fuglinum, sem ég lief fengið hjá Hálfdani, er varla um að villast, að
um karlfugl þessarar tegundar í sumarbúningi hefur verið að ræða.
1 1. Strandtittlingur — Anthus spinoletta ?subsp.
Hinn 4. apríl 1943 sást fugl þessarar tegundar á Kvískerjum í Ör-
æfum. Hann var skotinn þar 8. s. m., og hefur Hálfdan Björnsson á