Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUF RÆÐIN G U RIN N 119 Vængur: 89—94 á karlf. og 80—90 á kvenf., stél 63—68, nef frá kúpu 14— 16.og rist 23—24 mm. Kynin eru eins á lit. I vetrarbúningi er fuglinn dökkgrænbrúnn að ofan, með dekkri og brúnni fjaðrahryggjum nema á yfirgumpi, sem er einlitur. I kringum augað er gulhvítur hringur, og frá nefrót gengur gulhvít, en mjó og ógreinileg, rák aftur eftir höfði ofan við augað. Taumurinn er grásvartur með ljósleitum dílum og fjaðrirnar neðan við augað eru eins á lit. Hlustarþökur eru grágrænbrúnar. Á kverk, miðjum liálsi og kviði er fuglinn ljósleitur með grængulleit- um blæ; undirstélþökur eru eins á lit, nema hvað hinar lengri þeirra eru með grágrænbrúnum langrákum. Annars staðar að neðan er fuglinn með þéttum, dökkgrænbrúnum langrákum eða ógreinilega takmörkuðum flikrum, sem eru einkum áberandi á bringu og síð- urn. Vængkrikafjaðrir eru grábrúnar með hvítum eða gulhvítum fjaðrajöðrum. Stélfjaðrirnar eru brúnsvartar með mjóum, gulgræn- um útjöðrum. Miðfjaðrirnar tvær eru eins á lit og bakið. Útfön yztu stélfjaðrar er ljósreykbrún og aftast á innfön hennar er eins litur fleygblettur. Aftast á næstu stélfjöður er eins litur díll eða blettur. Flugfjaðrirnar eru brúnsvartar nteð mjóum, gulgrænum útjöðrum og breiðari, ljósgráum innjöðrum; innri armflugfjaðrir eru þó með breiðum, grágrænbrúnum jöðrum; handþökurnar eru eins á lit og handflugfjaðrirnar, en hinar yfirvængþökurnar eru eins á lit og innri armflugfjaðrirnar, en þó lítið eitt ljósari í oddinn. Fuglinn klæðist vetrarbúningnum eftir algerðan fjaðrafelli á tímabilinu ágúst-okt. Þegar komið er fram á miðjan vetur og búningurinn er farinn að snjást, verður fuglinn brúnni og með minna áberandi grænleitum blæ að ofan, en l jósari og með brúnni og meira áberandi flikrum að neðan. — Fuglinn klæðist sumarbúningnum á tímabilinu febr.— apríl eftir að hafa fellt allt kroppfiðrið og stundum einnig smá- og miðþökur á yfirvæng og nokkrar innstu armflugfjaðrirnar, en sjald- an allt stélið. Venjulega fellir fuglinn þó engar af stélfjöðrunum), og ekki flugfjaðrirnar (að undanskildum innstu armflugfjöðrunum), handþökurnar og stóru yfirvængþökurnar. Sumarbúningurinn er mjög svipaður vetrarbúningnum, en grágræni blærinn á fuglinum ofanverðum er þó ekki alveg eins áberandi, og að neðan er fuglinn ljósari með minna áberandi gulgrænum blæ; auk þess eru flikrurnar á fuglinum neðanverðum brúnni og ekki eins grágrænleitar. Þegar sumarbúningurinn fer að snjást, verða dökku fjaðrahryggirnir á fugl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.