Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 6
108 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN 2. Bláhrafn — Corvus frugilegus frugilegus L. í apríl 1942 dvaldi bláhrafn um tíma á Skútustöðum við Mývatn (Ragnar Sigfinnsson). 3. Stari — Sturnus vulgaris vulgaris L. 1942: Á Lambavatni á Rauðasandi var stari urn tíma í jan. (Ól- afur Sveinsson). Á Djúpavogi héldu til um 20 starar í des., og dvöldu þeir þar þar til í marz 1943 (Sigurður Björnsson). Að Kvískerjum í Öræfum kom stari 17. jan. ogaftur 17. marz. 1. apríl sáust þar 3 star- ar, og á tímabilinu frá 22. okt. til 11. nóv. sáust þar öðru hvoru 1—5 starar (Hálfdán Björnsson). í Neskaupstað í Norðfirði dvöldu 3 star- ar 9.—11. febrúar. Segir heimildarmaður minn (Björn Björnsson), að þeir hafi etið hafragrjón með snjótittlingum, þar sem þeim hafi verið gefið. 1943: Um liaustið settist stari á íslenzkan togara á Halamiðum, en hann drapst fyrstu nóttina, sem hann var um borð (Einar T. Guð- bjartsson). Á Djúpavogi sáust nokkrir starar 20. okt., og dvöldu þeir þar, að minnsta kosti öðru hvoru, fram yfir miðjan des. (Sigurður Björnsson). Að Kvískerjum í Öræfum kom stari 17. apríl, en hann hvarf nærri strax. 18. okt. kom þangað enn stari, og daginn eftir sáust þar 2 starar. 24. okt. komu þangað um 70—80 starar, en þeir hurfu nærri allir Jrann sama dag. Þó sáust þar 2 starar 30. okt., 4 starar 2. nóv., 5 starar 5. nóv. og 8 starar 9. nóv. (Hálfdán Björnsson). Til viðbótar því, sem skýrt var frá um starana í Höfn í Horna- lirði í Fuglanýjungum II,* skal hér tekinn kafli úr bréfi frá Höskuldi Björnssyni listmálara í Höfn, dags. 4. 1. 1944. Þar segir: „Stararnir eru hér enn eins og undanfarin ár og álíka margir. Veit nú með vissu um 3 varpstaði. í Ægissíðuliólma nota þeir alltaf sama hreiðr- ið. Þeim virðist vegna vel, og aldrei verður vart dauðra fugla.“ 4. Trjáskríkja — Carduelis spinus (L.) Fugl þessarar tegundar skaut Kristján Geirmundsson á Akureyri 12. jan. 1942, og hefur Náttúrugripasafnið fengið haminn af honum. Fugl þennan sá Kristján fyrst daginn áður í Gróðrarstöðinni á Akur- * Sbr. ennfremur: Höskuldur Björnsson: Landnám staranna í Hornafirði. Náttúru- fr„ XII. árg., 1942, bls. 156-159.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.