Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 72
174
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Tönnina, setn er sýnd lengst til vinstri handar A myndinni, en hún er þriðji aftnrjaxl
(molar) úr neðra kjálka risamanns, fann Roenigswald í skúffu hjá einum lyfsalanum í
Kína. Til samanburðar eru sýndir tilsvarandi jaxlar úr 1) górillu, 2) Feking-manni og
3) nútíma manni. Risamanns tönnin er sex sinnurn stærri að rúmmáli,
en samsvarandi tönn úr nútíma manni.
Við getum reynt að gera okkur nokkura grein fyrir hauskúpu og
iíkamsstærð tegundarinnar Meganthropus frá Java. Mun Jrað ekki
vera fjarri sanni, að hún hefur í alla staði verið jafningi fullorðinnar
karl-górillu, um stærð, gildleika og afl. Við eiguin miklu erfiðara
með að dæma um Gigantopithecus, Jrar sem við höfum ekkert nenra
jaxlana til þess að styðjast við. Þó virðist óhætt að álykta, að hann
hafi verið mun stærri og sterkbyggðari en Meganthropus.
Nú hlýtur sú spurning að koma fram, hvort nokkuð sé, er bendi á
samband milli risamanna í Kína og á Java, og ef svo er, hvers konar
samband sé þá um að ræða. Enda þótt. við höfum lítinn efnivið í
höndum frá báðum þessum stöðurn og enda þótt við getum ekki
rakið heimkynni Gigantopithecus lengra, en í skúffu lyfsalanna, þá
getum við komizt furðu langt með aðstoð tannleifanna. Tennur úr
frumfíl (Stegodon), tapír, og órangutang með skemmdunr rótum,
eru vanaleg verzlunarvara í lyfjabúðum Suður-Kína og eiga uppruna
sinn að rekja til hellrra í Kwangsi, Yunnan og Szechum, en allar eru
þær einkennandi steingjörfingar fyrir lrin svonefndu „gulu jarð-
lög“ á þessum slóðum. Leifar sanra dýralífs er einkennandi fyrir
Trinil.-lögin á Java og hefur því Irvorutveggju verið gefið eitt nafn,
og er kallað: „Sinó-Malaya“ dýralífið. í þessu samfélagi virðist
Gigantopithecus auðsjáanlega vera fulltrúi mannsins í Suður-Kína,