Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
1. Turdus ericetorum hebridensis Clarke er varpfugl á Ytri-
Hebrideseyjum og ef til vill á eyjunni Skye.
• 2. Turdus ericetorum ericetorum Turton er varpfugl á Bretlands-
eyjum (að undanskildum Ytri Hebrideseyjum), Ermarsunds-
eyjum, í Vestur-Frakklandi, Belgíu og Hollandi.
3. Turdus ericetorum philomelus Brehm er varpfugl í öðrunr
hlutum útbreiðslusvæðis tegundarinnar.
Síðast talda deilitegundin er varpfugl í Noregi norður að 69]/%°
og í Svíþjóð norður að 68°. Mest líkindi eru til þess, að fuglar þeirr-
ar deilitegundar flækist hingað, en mér virðist þó fuglar þeir, sem hér
liafa náðzt, svipa að ýmsu leyti meira til brezku deilitegundarinnar
(T. eric. ericetorum). Að svo komnu máli verður þó ekki skorið úr
því með vissu, til Iivaða deilitegundar þeir skuli teljast, vegna þess
að hér er ekki völ á hömum til samanburðar. Geta má þess, að báðar
þessar deilitegundir hafa náðzt í Færeyjum.
Söngþrösturinn er á stærð við skógarþröst. Nefið er brúnsvart,
neðri skoltur gulleitur við rótina. Fætur eru ljósholdlitaðir. Lit-
himnan er brún. L handflugfjöður er 6—13 mm. styttri en handþök-
urnar, 3. er lengst, 4. venjulega eins löng, en stundum 1—3 mm.
styttri, 2. og 5. 3—6 mm. styttri, en sjaldan jafnlangar, 6. 12—18 mm.
styttri. 3.-5. sniðskertar á útfönum. Yztu stélfjaðrirnar eru 3—5 mm.
styttri en hinar stélfjaðrirnar. Mál: Vængur 111—122, stél 77—90, nef
frá kúpu 20—23 og rist 31—35 mm.
Kynin eru eins á lit. Söngþrösturinn fellir fjaðrir aðeins einu sinni
á ári (ágúst—sept.), og um verulegar litbreytingar eftir árstíðum er
því ekki að ræða. Að ofanverðu er fuglinn móbrúnn, en lítið eitt
ljósari eða allt að því öskugrár á yfirgumpi og yfirstélþökum. Taum-
urinn er með Ijósryðlitri rák. Höfuð- og hálsliðir eru með ryðgulum
blæ og svörtum dílum. Svartir fjaðraoddar mynda dökkan hálf-
luing í kringum hlustarþökurnar. Flugfjaðrirnar eru dökkbrúnar
með mjóum ryðlitum útjöðrum, en innfanirnar eru ofan til (við
rótina) Ijósrauðgular. Innri armflugfjaðrir og litlu yfirvængþökur
eru eins á lit og bakið, en mið- og stórþökur á yfirvæng eru ljósryð-
gular í oddinn. Handþökur eru dekkri, næstum svartar, í odd-
inn. Stélið er eins á lit og bakið. Að neðanverðu er fuglinn hvít-
ur með ryðgulum blæ á liálsi, uppbringu bg síðum, en þó einnig
meira eða minna móleitur á síðum. Að neðanverðu er fugl-
inn auk þess allur með áberandi, brúnsvörtum dílum nema