Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 76
178
N ÁTTÚ RU F R/Ef)IN GURINN
því mestu skaðræðisgripir í veiðivötnum, einkum þó stóra topp-
öndin, sem er staðfugl liér á landi. Enda þótt hún leiti yfirleitt til
sjávar á veturna, sækir hún þó alltaf mikið upp á auð vötn og ár til
þess að gæða sér á uppvaxandi silungi og laxi. Litla toppöndin er
hins vegar að mestu leyti farfugl, en þar sem hún er miklu algengari
en stóra toppöndin getur hún eigi að síður gert mikið tjón þann
tíma, sem lnin dvelur hér á ósöltu vatni.
Um himbrima og lóm er eiginlega hið sama að segja og um topp-
endurnar. Báðar þessar tegundir lifa nær eingöngu á fæðu úr dýra-
ríkinu og aðalliður fæðunnar lijá þeim báðum eru fiskar. Ýms lægri
dýr, svo sem skordýr, lindýr og krabbadýr, eru miklu þýðinganninni
liðir í fæðu þeirra. Það er víst, að hér á landi lifa þessar tegundir
aðallega á silungi á sumrin, meðan þær dvelja á ósöltu vatni. Þær
geta því gert mikinn usla í smærri veiðivötnum, jafnvel þó ekki sé
nema um eitt par að ræða. Á veturna halda Jjær sig hins vegar báðar
á sjónum með ströndum franr, og lifa þá á ýmsum sjávarfiskum.
Þá er að minnast á flórgoðann eða seföndina. Hún lifir að miklu
leyti á fæðu úr dýraríkinu, en þó einnig að nokkru á jurtafæðu.
Helztu liðir fæðunnar úr dýraríkinu eru skordýr og skordýralirfur,
krabbadýr, lindýr og fiskar. Fiskar nema þó varla meiru en 14 af
fæðunni úr dýraríkinu, og hér á landi munu það aðallega vera horn-
síli, Jrví að hún á auðveldara með að ná í þau en silungsseiði, sem
lifa dreifðar og lialda sig meira í fylgsnum. Seföndin er því ekki eins
skaðleg í veiðivötnum og oft hefur verið ætlað.
Loks er svo að minnast á svartbak og kríu. Svartbakurinn tekur
bæði lax og silung á grynningum í ám og vötnum eða þar sem mik-
ið útfiri er út frá árósum. Þar sem staðhættir eru þannig, að svart-
bakurinn á gott færi á Jnessum fiskum, getur hann Jdví valdið nokkru
tjóni. Krían etur seiði, bæði silunga og laxa, ]>ar sem hún kemst í færi
við þau. Aðallega munu það þó vera hornsíli, sem liún nær í í ósöltu
vatni hér á landi, því að bæði er miklu meira af Jreim og vegna hátta-
lags þeirra er auðveldara fyrir hana að veiða þau. Svo að allir fuglar
séu taldir, sem til greina koma sem skaðlegir nytjafiskum í ám og
vötnum hér á landi, er rétt að minnast hér að lokum á örninn. Hann
sækist bæði eftir laxi og silungi handa sér og ungum sínum, en vegna
]:>ess live fágætur hann er hér, verður tjón af hans völdum liverfandi,
nema þá á mjög takmörkuðum svæðunt.
Hvorki hér á landi né erlendis hefur það verið rannsakað til hlítar,