Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 60
Hi2
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
bil gegnum tvöfalda legginguna fyrir alla þá seli, er síðar komu að
nótunum. Þótti mönnum rneiri veiðivon, væri „slagnótin” eigi not-
uð, og því kom það sjaldan fyrir, lielzt í lítilli selagengd.
Þegar nú selurinn, sem oft gekk í vöðurn meðfram landinu, varð
var við næturnar — legginn, þá sveigði hann fram með þeim og lenti
þá inn í krókinn og stöðvaðizt þar oftast nær. Þó kom það fyrir, eink-
um í myrkri og þegar dimmt var í sjó að degi til, að hann rann við-
stöðulaust í næturnar. En ef hann gerði það ekki, þá reyndu menn,
ef þeir voru viðstaddir, er selavaða stöðvaðist í króknum, að fara á
bát í hliðið og vera þar til að varna selnum útgöngu úr króknum
og reyna með hávaða, alls konar ólátum og grjótkasti að fæla selinn
í næturnar; og tókst það oftast fyrr eða síðar; þó bar út af því ein-
stiiku sinnum, þegar sjór var glær og birta góð, logn og sólskin, svo
að næturnar, er næstum alltaf voru livítar að lit, sáust sem bezt. En
selurinn var Iiundvanur nótunum, Jrekkti vel, hvílíkt skaðræði Jrær
voru fyrir liann, og forðaðist þær því af fremsta megni, bara hann sæi
þær. — Þegar svo einn eða fleiri selir voru komnir í nótina, drógu
|)eir hana saman, Jryninn niður, en grunnslóðina upp úr botninum.
Myndaðist })ar þá útganga, er hinir selirnir notuðu til undankomu,
og sannaðist þar hið fornkveðna, að „eins dauði er annars líf“, en
vitanlega í dálítið annarri merkingu en títt er nú um Jrann málshátt.
Talið er, að vöðuselsgangan hafi áður hafizt um jólaleytið og stað-
ið fram í apríllokin, stundum lengur. Byrjað var á Norðurlandi, ])eg-
ar bezt lét að leggja næturnar, einhvern tíma á þorranum, og Jrær
svo stundaðar, meðan selavon var, með hvíldum Jró. En um Jætta
leyti árs er allra veðra von, og þá eru líka mest frostin á Norðurlandi
og sjórinn kaldastur, einkum þó, ef hafísinn er einhvers staðar nærri,
sem oft kemur fyrir. Krapar J)á sjóinn iðulega og leggur stundum
svo, að hann verður oft eigi skipgengur árabátum og stundum stærri
farkostum. Það þarf þol og hörku til að krafla berhentur í krapsjó
tímunum saman í stormi og frosti, sem stundum nemur 10—20°C.
Skiptust menn J)á á um J)að verk og börðu sér ákaft Jress á milli, —
nema önnur störf yrði að inna af höndum —, til að halda á sér hita.
Þá var og ekkert spaug að taka upp næturnar, er norðanhríðar voru í
aðsigi eða komnar, er verkið var hafið, en undan Jrví verki varð éigi
komizt, þar sem nætur voru lagðar á sandi. Stundum kom [rað fyrir,
— og það var víst almennara —, að þær náðust eigi upp nema með því
að toga þær í land, sem var fólgið í Jdví að varna ])ví, að útsogið tæki