Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 45
NÁTTÚRUl'RÆÐINGURINN
147
fisk að ræða. Mikið virtist vera þarna um 'túnfisk, og var talið, að þeir
skiptu tugum eða jafnvel hundruðum. Allir þessir fimm fiskar veidd-
ust á svæðinu frá Sandeyri til Æðeyjar, og náðust þeir á hneif með
niðristöðu (8 punda lína) nema einn, sem fékkst á venjulegt færi
(5 punda lína) með hneif. Aðferðin var sú, að beitt var heilli síld á
hneifina og því svo kastað út frá bátnum. Meðan hneifin var að
sökkva, beit fiskurin á, og byrjuðu þá átökin. Veitti ýmsum betur
fyrst í stað, og töpuðust fleiri fiskar, en veiddust, þótt þeir hefðu
fest sig á önglinum.
Þann 31. ágúst voru bátar ekki úti sökurn óveðurs, en 1. sept.
liöfðu þeir drifið um nóttina og sáu þá nokkra fiska. Aðfaranótt 2.
sept. drifu bátar enn, en sáu þá engan túnfisk og hafa ekki orðið
hans varir síðan. Þó veiddi bátur úr Bolungavík einn lisk eftir þetta,
og höfðu þá fengizt sex samtals, og er það í fyrsta skipti, sem túnfisk-
ur hefur verið veiddur hér við land, að undanskildum þeim, sem
slæðzt hafa í botnvörpu, eins og að framan er greint.
Eflaust má setja túnfisksgengdina í sumar í samband við mátt
Golfstraumsins við strendur landsins. Leifar dauðra túnfiska, sem
slæðzt hafa í botnvörpur, er ekki hægt að heimfæra til ákveðins tíma;
þær hafa getað legið mánuðum eða jafnvel árum saman á botninum
(t. d. hauskúpurnar) og segja því ekkert um, hvenær fiskarnir dráp-
ust. Þetta á við minjarnar, sem getið er í 6.-9. og 17. tölulið hér að
framan. Eru þá eftir 14 fundir, sem skiptast á 11 ár, þar sem 2 eru frá
árinu 1929, 2 frá 1932 og 2 frá 1944. Það er ekkert furðulegt, þótt við
viturn lítið um túnfisksgengd hingað fyrr á öldum. Við því er ekki að
búast, enda er okkur aðeins kunnugt um einn frá 18. öld (1.), en þrjá
frá 19. öldinni (2.-4.), alla frá síðustu tuttugu árum hennar. Á þessari
öld hafa verið 10 túnfisksár, svo að kunnugt sé, eins og skýrt er lrá
að frarnan, og er mjög eftirtektarvert, hvernig þau skiptast á öldina.
Allan fyrsta fjórðung aldarinnar fannst aðeins einn túnfiskur (1913),
en síðan 1928, að því ári meðtöldu, hafa verið eigi færri en 6 tún-
fisksár, svo að víst sé, þótt aldrei hafi líklega borið jafnmikið á hon-
um og í sumar nema, ef til vill, 1929. Verður að setja þessar tíu lieim-
sóknir túnfisksins hingað norður undanfarin 17 ár í samband við
hinn aukna sjávarhita í Norðurhöfum.
Eins og sést af upptalningunni að framan, munu flestir eða allir
þeir túnfiskar, sem hér liafa fundizt, hafa verið fullvaxta. Einnig
hefur þeirra einkum orðið vart við suðurströndina, eins og eðlilegt