Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
129
Fagurgalinn telst til þrastaættarinnar (Turdidae) og jarðsöngvara-
ættkvíslarinnar (Luscinia). Hann er náskyldur næturgalanum (Lus-
cinia megarhyncha) og nijög líkur honum í vexti og að stærð. Nefið
er svart á sumrin, en dökkbrúnt á haustin og veturna, og ljóst við
rótina á öllum tímum árs. Fæturnir eru brúnir eða grábrúnir. Lit-
himnan er brún. 1. handflugfjöður er talsvert lengri en handþök-
urnar, 2. er á milli 6. og 7., 3., 4. og 5. eru svipaðar að lengd og lengst-
ar. 3.-5. eru sniðskertar á útfönum. Mál: Vængur 74—83, stél 57—65,
nef 15—18.3 og rist 31—33 mm.
Karlfuglinn er að ofanverðu og á stéli grágrænbrúnn (ólífubrúnn)
með ryðlitum blæ. Flugfjaðrirnar eru dökkbrúnar, útfanajaðrar lítið
eitt ryðlitaðri en bakið. Frá nefi og aftur eftir höfði ofan við augað
gengur mjó, hvít rák, og niður og aftur frá munnviki gengur breið,
hvít rák (vangarák). Taumurinn milli nefrótar og auga er svartur
og sömuleiðis fjaðrirnar í kringum framanvert augað. Á kverk og
hálsi er fuglinn skarlatsrauður, og eru fjaðrirnar þar gljáandi og
stinnar, hvítar við rótina og ógreinilega hvítyddar. Rauði liturinn
á kverk og hálsi er skilinn frá hvítu vangarákinni með svartri rák,
og takmarkast annars staðar af meira eða minna greinilegri, dökkri
umgjörð. Á uppbringu er fuglinn með öskugráum blæ, en annars er
hann brúnn að neðanverðu og hvítur á miðjum kviði. Undirstél-
þökur eru hvítar með móleitum blæ. Stóru yfirvængþökurnar em
ljósryðlitar í oddinn. Á sumrin er fuglinn ljósari og lítið eitt grárri
að ofanverðu. — Kvenfuglinn er að ofanverðu eins á lit og karlfugl-
inn. Augabrúnarákin er hins vegar móleitari (ekki hreinhvít), og á
kverk og hálsi er fuglinn hvítur, en fjaðrirnar eru þar oftast gulgráar
í oddinn, og stundum er daufur, rósrauður blær á kverkinni. Á upp-
bringu og síðum er fuglinn ryðgulbrúnn, en hvítur á miðjum kviði
eins og karlf. Undirstélþökur eru einnig eins litar og á karlf. — Ung-
fuglar eru að ofanverðu eins á lit og fullorðnir fuglar, en þó eru
fjaðrirnar ]iar dekkri í oddinn og fjaðrahryggirnir 1 jósryðlitir. Að
neðanverðu eru þeir eins á lit og fullorðnir kvenfuglar, en bringa
og síður eru þó brúnni og fjaðrirnar þar dökkbrúnar í oddinn.
Fagurgalin heldur sig einkum í kjarrlendi við fljót og læki og til
fjalla í kjarri vöxnum hlíðum í grennd við vatn. Söngur hans er
sagður vera nijög fagur. Mest kvað hann syngja á kvöldin og morgn-
ana, en stundum einnig á nóttunni. Varptíminn er í júní. Hreiðrið
er kúlumyndað, en þó dálítið aflangt, með ojri á hliðinni. Það er gert