Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆf) INGURINN
121
Akureyri, veturinn 1941—1942, og skulu þær tilfærðar hér til viðbót-
ar upplýsingum þeirn um sama efni, sem þegar hafa verið birtar í
Fuglanýjungum II. Steindór segir svo frá: „Fyrst sá ég hóp af silki-
toppurn (6—10) í garði Menntaskólans 20. des. 1941, en nokkra und-
anfarna daga höfðu silkitoppur sézt í Lystigarðinum. Síðan sáust þær
þar í görðunum, olt margar saman, jafnvel yfir 20, fram í janúar-
mánuð 1942. Þá hurfu þær í bili. En 16. marz 1942 sáust silkitopp-
ur í skólagarðinum á ný og voru þar þá um tíma. Enn hurfu þær, en
um 20. apríl 1942 sá ég fáar, 2 eða 3, nokkrum sinnum í skólagarð-
inum og síðast 25. apríl. Um sama leyti héldu 2 sig í garði við hús
mitt í Brekkugötu. Sá þær einnig síðast 25. apríl.“ Frá Kristjáni
Geirmundssyni hefur Náttúrugripasafnið fengið ham af silkitoppu,
sem skotin var á Akureyri 20. febrúar 1942. Mál þessa fugls voru sem
hér segir: Heildarl. 197.0, vængur 118.0, stél 63.7, nef 11.6, rist 21.5,
miðtá-j-kló 21.6 og kló 5.8 nnn. Þyngd 62 g. Kyn % ad. í maga fugls-
ins voru nokkur reyniber.
1943: 14. nóv. 1943 sá Kristján Geirmundsson silkitoppu í trjá-
garði á Akureyri, en hún hvarf eftir 2 daga. Aðrar fregnir hef ég ekki
haft af silkitoppum hér á landi árið 1943.
13. Gransöngvari — Phylloscopus collybita ?subsp.
Hinn 25. okt. 1943 skaut Hálfdan Björnsson gransöngvara við
stöðuvatnið í svonefndum Eystri-Hvammi á Kvískerjum í Öræfum.
Eugl þennan hefur Hálfdan gefið Náttúrugripasafninu. Mál hans
voru sem hér segir: Vængur 58.0, stél 45.0, nef 8.5, rist 18.5, miðtá-f-
kló 12.8 og kló 4.0 nnn. Kyn íuglsins var ekki ákvarðað. Hinn 31. s.
m. sá Hálfdan annan fugl á Kvískerjum, sem liann telur, að hafi
verið sörnu tegundar, en hann náðist ekki, og verður því ekki skorið
úr því með fullri vissu, hvort svo liali verið.
14. Laufsöngvari — Phylloscopus trochilus acredula (L.)
Hinn 3. sept. 1943 skaut Hálfdan Björnsson laufsöngvara á Kví-
skerjum í Öræfum. Sanra dag sá hann þar fugl, sem hann telur, að
hafi verið sömu tegundar. Síðar þennan sama dag sá hann enn 2
laufsöngvara saman við stöðuvatnið í Eystra-FIvammi, og tókst hon-
um að skjóta annan þeirra. Hinn 5. s. m. sá Hálfdan loks fugl á Kví-
skerjum, sem hann telur, að hafi einnig verið laufsöngvari. Meðal