Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 69
NÁTTÚRU F RÆfi INGURINN 171 beinsins, en þrátt fyrir það gáfu þessar leifar vísbendingu, sem ekki varð um villst. Sá hluti hauskúpunnar, sem lauk um sjálfan heilann, var miklu fyrirferðarmeiri en hjá Pithecanthropus, þó eigi vegna þess, að heilabúið væri stærra, heldur af því að beinin sjálf voru miklu viðameiri og kambar allir stórbrotnari. Það var því rnikill munur á þessari hauskúpu og Pithécanthropus- hauskúpunum tveimur, sem áður höfðu fundizt. En af því að von Koenigswald og ég gengum með þá grillu, að allar þessar leifar úr Trinil-lögunum á Java, væru af Pithecanthropus, reyndum við að skýra þetta þannig, að þessi hauskúpa væri af karlmanni, en hinar tvær af kvenmanni. Þessi skýring virtist ekki stangast við neinar stað- reyndir, þar sem þá var ekki þekkt nerria þetta eina efrakjálkabein úr Pithecanthropus. Það fór þó að korna á mig hik, þegar von Koen- ingswald skýrði mér frá því nokkrum mánuðum síðar, að fundizt hefði brot úr neðra kjálkabeini á sama stað og væri það auðsjáanlega úr stærra kjálka en það, sent fundizt liafði 1937. Því miður er þetta brot mjög ófullkomið, einkum þar sem augntennurnar og fremri jaxlarnir eiga að vera og er því ógerningur að heimfæra það til ákveð- innar tegundar. En þó virðist eitt vera nokkurn veginn víst. Ef beinið er úr mannapa, eins og það virðist vera, þá hefur andlit hans og haka verið miklu minna frantvaxið, en á nokkurum þekktum mannapa og margt í lögunr beinsins bendir í áttina til mannsins. Ef hér hefur á hinn bóginn verið að ræða um mann, verður því ekki neitað, að mörg einkenni benda í áttina til mannapanna. En hvernig sem þessu er nú farið, þá hafa Java og von Koenigswald skilað okkur einum mjög þýðingarmiklum fundi í viðbót, en það gerðu þau árið 1941. Þessi fundur talar svo ótvíræðu rnáli, að við þurfum vart lengur að halda á aðstoð hins tvíræða kjálka, sem fannst 1939. Minjar þessar, sem síðast fundust — við höfum ekki haft neinar fregnir af Java síðan Japanar hernámu landið — eru einnig brot úr neðra kjálka. Hér er vafalaust að ræða um mannskjálka, en mörg þeirra einkenna, sem sterkast styðja það, að svo sé, gefa samtímis ótvírætt í skyn, að hér sé kominn til sögunnar frumlegri maður, en nokkurn tírna hefur áður þekkzt. Þó er þetta, útaf fyrir sig, ekki það merkilegasta. Hitt er nærri því furðulegra, að þessi kjálki hefur verið miklu stærri og um fram allt sterkbyggðari, en allra annarra frum- manna, sem fundizt hafa leifar af og er þar með talinn Heidelberg- maðurinn frægi. Og það sem einkum skilur þennan kjálka og kjálka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.