Náttúrufræðingurinn - 1944, Blaðsíða 34
136
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
(Hálídan Björnsson). í Vík í Mýrdal sáust 3 vepjur 25. jan. (Guðm.
Thoroddsen próf.)
1943: Hinn 23. og 24. jan. sást vepja á Fagurhólsmýri í Öræfum
(Hálfdan Björnsson).
Það er athyglisvert, hve mikið hefur borið á vepjum hér á landi
árið 1942, en lítið 1943. Sést bezt á því, hve mikil áraskipti geta
verið að hingaðkomum sumra flækingsfugla. Árið 1942 er um greini-
lega vepju-„Invasion“ að ræða, á tímabilinu jan.—marz.
38. Dvergmáfur — Larus minutus Pall.
Vorið og sumarið 1942 sást öðru hvoru dvergmáfur á Grímsstöð-
um við Mývatn, og liinn 11. júní sáust þeir þar 2 saman, en endranær
sást aldrei nema einn í einu, livort sem það liefur alltaf verið sami
fuglinn eða ekki. Ragnar Sigfinnsson á Grímsstöðum, sem hefur
látið mér þessar upplýsingar í té, segir í bréfi til mín, að dvergmáfur
þessi hafi haldið til með hettumáfum og flogið milli varpstöðva
þeirra. Ragnar segir, að samkomulagið milli dvergmáfanna, þegar
þeir sáust 2 11. júní, hafi ekki verið svo gott, að líkur væru til, að
það hefðu verið hjón. Grunur lék þó á, að þeir liefðu orpið þar, og
gæti það gefið skýringu á því, að þeir sáust aldrei báðir saman nema
í þetta eina skipti, en ekki tókst að afla fullgildra sannana fyrir því.
39. ísmáfur — Pagophila eburnea (Phipps)
Á Lambavatni á Rauðasandi sást ísmáfur í nokkra daga í febrúar
1942 (Ólafur Sveinsson).
40. Litli kjói — Stercorarius longicaudus Vieill.
' í Kollsvík í V.-Barð. sást litli kjói 2. júní 1943. Var hann á flugi
innan um ritu og aðra sjófugla í kringum bát, er var þar að fisk-
veiðum, skammt undan landi (Ingvar og Össur Guðbjartssynir). Á
Kvískerjum í Öræfurn sást litli kjói 10. júní 1943, og 23. ágúst 1943
sást þar aftur litli kjói. Það var ungur fugl. (Hálfdan Björnsson).
41. Blesönd — Fulica atra atra L.
Á Álafossi í Mosfellssveit náðist blesönd I .des. 1943,ogvar liúngef-
in Náttúrugripasafninu af Ásbirni Sigurjónssyni. Hinn 18. júní 1943