Náttúrufræðingurinn - 1944, Page 6
108
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
2. Bláhrafn — Corvus frugilegus frugilegus L.
í apríl 1942 dvaldi bláhrafn um tíma á Skútustöðum við Mývatn
(Ragnar Sigfinnsson).
3. Stari — Sturnus vulgaris vulgaris L.
1942: Á Lambavatni á Rauðasandi var stari urn tíma í jan. (Ól-
afur Sveinsson). Á Djúpavogi héldu til um 20 starar í des., og dvöldu
þeir þar þar til í marz 1943 (Sigurður Björnsson). Að Kvískerjum
í Öræfum kom stari 17. jan. ogaftur 17. marz. 1. apríl sáust þar 3 star-
ar, og á tímabilinu frá 22. okt. til 11. nóv. sáust þar öðru hvoru 1—5
starar (Hálfdán Björnsson). í Neskaupstað í Norðfirði dvöldu 3 star-
ar 9.—11. febrúar. Segir heimildarmaður minn (Björn Björnsson), að
þeir hafi etið hafragrjón með snjótittlingum, þar sem þeim hafi verið
gefið.
1943: Um liaustið settist stari á íslenzkan togara á Halamiðum, en
hann drapst fyrstu nóttina, sem hann var um borð (Einar T. Guð-
bjartsson). Á Djúpavogi sáust nokkrir starar 20. okt., og dvöldu þeir
þar, að minnsta kosti öðru hvoru, fram yfir miðjan des. (Sigurður
Björnsson). Að Kvískerjum í Öræfum kom stari 17. apríl, en hann
hvarf nærri strax. 18. okt. kom þangað enn stari, og daginn eftir sáust
þar 2 starar. 24. okt. komu þangað um 70—80 starar, en þeir hurfu
nærri allir Jrann sama dag. Þó sáust þar 2 starar 30. okt., 4 starar 2.
nóv., 5 starar 5. nóv. og 8 starar 9. nóv. (Hálfdán Björnsson).
Til viðbótar því, sem skýrt var frá um starana í Höfn í Horna-
lirði í Fuglanýjungum II,* skal hér tekinn kafli úr bréfi frá Höskuldi
Björnssyni listmálara í Höfn, dags. 4. 1. 1944. Þar segir: „Stararnir
eru hér enn eins og undanfarin ár og álíka margir. Veit nú með
vissu um 3 varpstaði. í Ægissíðuliólma nota þeir alltaf sama hreiðr-
ið. Þeim virðist vegna vel, og aldrei verður vart dauðra fugla.“
4. Trjáskríkja — Carduelis spinus (L.)
Fugl þessarar tegundar skaut Kristján Geirmundsson á Akureyri
12. jan. 1942, og hefur Náttúrugripasafnið fengið haminn af honum.
Fugl þennan sá Kristján fyrst daginn áður í Gróðrarstöðinni á Akur-
* Sbr. ennfremur: Höskuldur Björnsson: Landnám staranna í Hornafirði. Náttúru-
fr„ XII. árg., 1942, bls. 156-159.