Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 19
Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leosson
Gjóskulög í Sogamýri
Tvö gjóskulög frá upphafi nútíma
INNGANGUR
Hér verður greint frá athugunum á
tveimur gjóskulögum í Sogamýri í
Reykjavík, en Sogamýrin liggur innan
austurhluta borgarinnar þar sem nú eru
meðal annars göturnar Faxafen, Fáka-
fen og Skeifan.
Landslag á Reykjavíkursvæðinu ein-
kennist rn^st af jökulsorfnum ásum og
dældum sem jöklar síðustu ísaldar hafa
sorfið í berggrunninn. Mýrar hafa
síðan myndast í vatnsfylltum dæld-
ununi. Gróðurleifar hafa smám saman
safnast fyrir í mýrunum og mór orðið
til. Mórinn í Sogamýri er að jafnaði
ekki aðgengilegur en vegna byggingar-
framkvæmda í mýrinni á undanförnum
árum hafa gefist góð tækifæri til að
skoða innviði hennar náið. Haustið
1987 voru ofanritaðir þátttakendur í
skoðunarferð jarðfræðinema frá
Háskóla íslands og var þá meðal
annars skoðað mósnið í húsgrunni þar
sem nú er Faxafen 12. Vorið 1988 lágu
leiðir síðan aftur um Sogamýri og voru
gjóskulög í mónum þá skoðuð nánar
og snið mælt.
Efsti hluti mýrarinnar einkennist af
fokkenndum jarðvegi en síðan tekur
við starar- og mosamór með afmörk-
uðum lurkalögum. Neðst í sniðinu er
grænleitur ísaldarleir. Gjóskulög koma
fyrir með stuttu millibili, frá efstu
lögum niður undir ísaldarleirinn.
Sérstaklega beindist athygli okkar að
tveimur dökkum gjóskulögum neðst í
mónum, rétt ofan leirsins. Hér var
greinilega um gömul og lítt þekkt
gjóskulög að ræða. Afráðið var að
skoða þcssi tvö lög nánar, kornagerð
þeirra og efnasamsetningu, og reyna
síðan að fá hugmynd um aldur þeirra.
Greint er frá niðurstöðum þessara
athugana hér.
GJÓSKULÖG í SOGAMÝRI
Áður en lengra er haldið er rétt að
gera stutta grein fyrir þeim gjósku-
lögum sem fundist hafa í Sogamýri (1.
mynd). Athuganir og efnagreiningar á
öðrurn gjóskulögum en hinum tveimur
neðstu fóru fram á árunum 1989-1990
(Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a).
Efsta gjóskulagið í sniðinu er
Kötlulag sem talið er vera frá lokum
15. aldar (Guðrún Larsen 1978). Þetta
lag hefur gjarnan verið nefnt K-1500
og er þykkasl gjóskulaga á Reykja-
víkursvæðinu frá því eftir landnám.
Næstefsta lagið er orðið til við gos í
sjó skammt undan Reykjanesi á þriðja
áratug 13. aldar, sennilega árið 1226
(Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a,
1992b). Þetta lag samsvarar því gjósku-
lagi sem almennt hefur verið nefnt
miðaldalagið (ML). Næst kemur auð-
Náttúrufrœðingurinn 62 (3-4), bls. 129-137, 1993. 129