Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 19
Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leosson Gjóskulög í Sogamýri Tvö gjóskulög frá upphafi nútíma INNGANGUR Hér verður greint frá athugunum á tveimur gjóskulögum í Sogamýri í Reykjavík, en Sogamýrin liggur innan austurhluta borgarinnar þar sem nú eru meðal annars göturnar Faxafen, Fáka- fen og Skeifan. Landslag á Reykjavíkursvæðinu ein- kennist rn^st af jökulsorfnum ásum og dældum sem jöklar síðustu ísaldar hafa sorfið í berggrunninn. Mýrar hafa síðan myndast í vatnsfylltum dæld- ununi. Gróðurleifar hafa smám saman safnast fyrir í mýrunum og mór orðið til. Mórinn í Sogamýri er að jafnaði ekki aðgengilegur en vegna byggingar- framkvæmda í mýrinni á undanförnum árum hafa gefist góð tækifæri til að skoða innviði hennar náið. Haustið 1987 voru ofanritaðir þátttakendur í skoðunarferð jarðfræðinema frá Háskóla íslands og var þá meðal annars skoðað mósnið í húsgrunni þar sem nú er Faxafen 12. Vorið 1988 lágu leiðir síðan aftur um Sogamýri og voru gjóskulög í mónum þá skoðuð nánar og snið mælt. Efsti hluti mýrarinnar einkennist af fokkenndum jarðvegi en síðan tekur við starar- og mosamór með afmörk- uðum lurkalögum. Neðst í sniðinu er grænleitur ísaldarleir. Gjóskulög koma fyrir með stuttu millibili, frá efstu lögum niður undir ísaldarleirinn. Sérstaklega beindist athygli okkar að tveimur dökkum gjóskulögum neðst í mónum, rétt ofan leirsins. Hér var greinilega um gömul og lítt þekkt gjóskulög að ræða. Afráðið var að skoða þcssi tvö lög nánar, kornagerð þeirra og efnasamsetningu, og reyna síðan að fá hugmynd um aldur þeirra. Greint er frá niðurstöðum þessara athugana hér. GJÓSKULÖG í SOGAMÝRI Áður en lengra er haldið er rétt að gera stutta grein fyrir þeim gjósku- lögum sem fundist hafa í Sogamýri (1. mynd). Athuganir og efnagreiningar á öðrurn gjóskulögum en hinum tveimur neðstu fóru fram á árunum 1989-1990 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a). Efsta gjóskulagið í sniðinu er Kötlulag sem talið er vera frá lokum 15. aldar (Guðrún Larsen 1978). Þetta lag hefur gjarnan verið nefnt K-1500 og er þykkasl gjóskulaga á Reykja- víkursvæðinu frá því eftir landnám. Næstefsta lagið er orðið til við gos í sjó skammt undan Reykjanesi á þriðja áratug 13. aldar, sennilega árið 1226 (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992a, 1992b). Þetta lag samsvarar því gjósku- lagi sem almennt hefur verið nefnt miðaldalagið (ML). Næst kemur auð- Náttúrufrœðingurinn 62 (3-4), bls. 129-137, 1993. 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.