Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 44
stendur eftir og að hún varð til vegna
gas- og gufuuppstreymis gegnum hraun-
ið.
Innarlega í Skælingum, sem eru milli
Skaftár og Eldgjár, rétt vestan við
gangnamannkofa sem þar er, virðist
sams konar myndun vera. Þar hefur
hraun runnið inn í dálítið vik eða
hvamm og þar orðið til hrauntjörn, sem
síðar tæmdist. Við vorum þama á ferð
seint á hausti og síðla dags og höfðum
ekki tíma til athugana, en útlit svæðisins
segir sitt.
RABB OG NIÐURSTÖÐUR
Af þeirri upptalningu sem hér hefur
verið gerð verður niðurstaðan sú að
gervigígir, hraunborgir og sappar séu
greinar á sama meiði. En hver er megin-
orsök svo mismunandi útlits þótt skilyrði
sýnist hin sömu? Ekki verður hér reynt
að svara því. Mesta gervigígasvæði
landsins, Landbrotshólar, virðist mynd-
að þar sem hraun rann yfir votlendi,
væntanlega með árkvíslum og lónum
(Jón Jónsson 1958, 1990). í gjallinu í
Rauðhólum við Reykjavík hafa fundist
stykki af kísilgúr. Borun þar sýnir að
vatnið sem Leitahraun þar rann út í var
ekki djúpt. Mývatn virðist aldrei hafa
verið djúpt. Austan við Herdísarvík
hefur hraun runnið út í sjó og þannig
endar Ögmundarhraun. A hvorugum
staðnum hafa gervigígir myndast heldur
hefur hraunið runnið í lokuðum rásum
eftir að í sjóinn kom. Hvernig svo
rásirnar enda sést ekki. I Litluborgum
eru gjall-gervigígir og hraunborgir hlið
við hlið. Næsta Ijóst er að það sem
veldur því að hraunborgir, súlurnar,
stromparnir, eða hvað sem maður vill
nefna það, standa eftir þegar hrauntjörn
tæmist eða í henni lækkar er að hraunið
hefur náð að kólna nægilega mikið
kringum lóðréttar gufurásir gegnum
hraunmassann til þess að þær stóðu eftir
þegar tjörnin tæmdist.
HEIMILDIR
Árni Einarsson 1991. Lífríki í 2000 ár. f
Náttúra Mývatns (ritstj. Arnþór Garð-
arsson og Árni Einarsson). Hið íslenska
náttúrufrœðifélag. 331-333.
Barth, T.F.W. 1942. Craters and fissure
eruptions at Myvatn in Iceland. Norsk
Geografisk Tidsskrift B IX. H.2. 58-61.
Bemmelen, R.W. van & M.G. Rutten 1955.
Tablemountains of Northern Iceland.
Leiden. E.J. Brill. 83-85.
Hustedt, F. 1930. Sússwasserflora Mittel-
europas. Jena. Verlag von Gustav
Fischer. 440 bls.
Jón Jónsson 1958. Landbrotshraunið.
Náttúrufrœðingurinn 28. 90-96.
Jón Jónsson 1972. Grágrýtið. Náttúru-
frœðingurinn 42. 21-30.
Jón Jónsson 1983. Dalur eldanna. Árbók
1983. Ferðafélag ísland. Bls. 128.
Jón Jónsson 1990. Fróðleg jarðlög í
gervigíg. Náttúrufrœðingurinn 60. 69-
73.
Kristján Sæmundsson 1991. Jarðfræði
Kröflukerfisins. I Náttúra Mývatns
(ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni
Einarsson). Hið íslenska náttúrufrœði-
félag. 80-81.
Nielsen, N. 1927. Vulkanismus am Hvítár-
vatn und Hofsjökull. Medd. fra Dansk
geol. Forening. Bd.7. Ki/ibenhavn. 118-
120.
Rittmann, A. 1944. Vulcani. Attivita e
Genesi. Napoli. E.P.S.A. Editrice poli-
tecnica S.A. Bls. 122.
Sapper, K. 1908. Úber einige islandische
Vulkanspalten und Vulkanreihen. Neues
Jahrb. f. Mineralogie, Geologie und
Palaontologie. Beil. B. XXVI Stuttgart.
Schweizerbart. Verlag. 18-19.
Sigurður Þórarinsson 1951. Laxárgljúfur
and Laxárhraun. Geogr. Annaler H.I-2
Stockholm.
154