Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 66
Hitastig °C
6. mynd. Samanburður á mældu hitastigi
(-----) og samsætuhitastigi, sem reiknað
er út frá mælingum á samsætustyrk steinda
og vökva í holu RN-8 á Reykjanesi.
Suðuferill vatns er sýndur til viðmiðunar.
Comparison of isotope temperatures cal-
culated for mineral-fluid or mineral-min-
eral fractionation with the estimated tem-
perature profile (-----) for wel! RN-8 in
the Reykjanes field. The boiling curve of
water is shown as a dotted line for refer-
ence.
er -6,5%o samkvæmt Braga Árnasyni
(1976), nái að hripa niður í efstu
jarðlög jarðhitakerfisins, þannig að
jarðhitavökvinn þar sé snauðari af lsO
en meðalvökvi úr holunni.
Niðurstöður l80-ákarðana í kvarsi
úr RN-8 eru einnig sýndar í 2. töflu og
teiknaðar inn á 6. mynd. Ljóst er að
sýnin af 1042 m, 1298 m og 1498 m
dýpi eru of snauð af lsO til þess að
endurspegla jafnvægi við núverandi
aðstæður í jarðhitakerfinu. Annað-
hvort hefur kerfið því kólnað eða
samsætuhlutföll í jarðhitavökva þess
breyst. Skýringin gæti einnig legið í
samspili þessara tveggja þátta. Reiknað
jafnvægishitastig fyrir kvars og jarð-
hitavatn er um 70°C hærra en hitastig
metið út frá mælingum (2. tafla). Sé
gert ráð fyrir jafnvægi milli kvars og
jarðhitavatns hefur hitastig í jarð-
hitakerfinu verið a.m.k. 350°C þegar
kvarsið myndaðist. Þar sem klórít,
epídót og albít einkenna ummyndun í
dýpri hluta Reykjaneskerfisins, en
amfíból hefur ekki fundist þar í neinum
mæli (Hrefna Kristmannsdóttir 1984,
Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1983),
verður að telja ólíklegt að hitastig
jarðhitakerfisins hafi nokkru sinni
verið svo hátt. Talið er líklegra að
hið l80-snauða kvars megi skýra með
því að jarðhitavökvinn hafi verið 180-
snauðari (—3,5%o) en hann er nú, þegar
kvarsið myndaðist. Kvarssýnið af
1629 m dýpi virðist hins vegar endur-
spegla núverandi jafnvægi. Þetta gæti
þýtt að tvær kynslóðir kvars séu til
staðar í Reykjanesholunni, eða að
kvarssýnið af 1629 m dýpi hafi náð
jafnvægi við núverandi aðstæður.
Niðurstöður þeirra feldspatgreininga
sem voru gerðar á sýnum úr holu RN-
8 (2. tafla, 6. mynd) styrkja ofan-
greinda túlkun, þ.e.a.s. að í efstu 50 m
jarðhitakerfisins sé jarðhitavatn sem er
180-snauðara en meðalvökvi úr hol-
unni og kvars sé ekki í jafnvægi við
núverandi aðstæður.
Hlutfallið 180/160 í fersku yfir-
borðsbasalti af Reykjanesskaga er frá
4,9%c til 6,0%c, en 2-3%o lægra í um-
mynduðu bergi úr RN-8 (3. tafla, 6.
mynd). Rannsóknir á erlendum ófíó-
lítum, sem taldir eru vera hluti af
úthafsbotninum, hafa sýnt að við
jarðhitaummyndun þar sem jarðhita-
vökvinn er sjór verður ummyndaða
bergið auðugara af 180 en það var
meðan það var ferskt, ef hitastig er
176